Píratar kusu gegn myndavélunum – hættu svo við

Píratar rufu samstöðuna með meirihlutanum í borginni í kvöld og kusu með tillögu Sósíalistaflokksins um að fresta samkomulagi um uppsetningu eftirlitsmyndavéla þangað til búið sé að skoða betur rök fyrir fjölgun þeirra, áhrif á mannréttindi, persónuvernd og annarra sjónarmiða.

Kristinn Jón Ólafsson og Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir kusu með tillögu fulltrúa Sósíalistaflokksins þeim Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Trausta Breiðfjörð Magnússyni en Magnús Davíð Norðdal sat hjá.

Mun þetta vera í fyrsta skipti sem núverandi meirihluti er ekki samstiga í kosningu í málefnum borgarinnar.

Píratar gáfu sig þó á endanum með loka tillögu meirihlutans eftir að ákvæðum um gildistöku og gildistíma var breytt. Breytingin tók til þess að í stað fimm ára samnings getur borgin sagt samningnum upp að hverju ári liðnu en hann endurnýist sjálfkrafa sé það ekki gert. Þrátt fyrir þá breytingu er er enn ekki búið að tryggja áhrif á mannréttindi, persónuvernd né aðra þætti sem telja mætti að skipti Pírata máli.

Kostnaður við uppsetningu öryggismyndavélanna er enn á huldu.

Að baki samningum standa auk Reykjavíkurborgar; Ríkislögreglustjóri, Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Neyðarlínan Ohf.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí