Rauður mánudagur í kauphöllinni

Öll félög sem einhver viðskipti voru með féllu í verði í kauphöllinni í morgun. Um hádegið hefur gengi Sjóvár fallið mest, um 4,1%. Á eftir fylgir Alvotech sem hefur lækkað um 3,7%, Marle og VÍS um 3,2%.

Þetta er í takt við kauphallir um allan heim sem nú skjálfa í kjölfar þrots SVB-bankans í bandaríkjunum. Þar féll annar banki í morgun, Signature Bank í New York-fylki.

Áhrifin hafa verið þau að hlutbréf í bönkum hafa fallið og í tryggingafélögum, sem geyma tryggingasjóði sína í ýmisskonar verðbréfum. Arion heftur fallið um 6,1% frá því að vandi SVB-bankans urðu ljós og Íslandsbanki um 3,5%. Gengi Íslandsbanka er nú komið undir útboðsgengið fyrir ári, undir 121 krónur á hlut.

Ástæða þess að Alvotech og Marel falla svona mikið í verði er að viðskipti með bréf í þessum félögum eru einnig í erlendum kauphöllum þar sem skjálftinn er meiri en í kauphöllinni á Íslandi, sem er lítill pollur þar sem sjóðsstjórar lífeyrissjóða halda uppi verði allra bréfa.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí