Rauður mánudagur í kauphöllinni

Öll félög sem einhver viðskipti voru með féllu í verði í kauphöllinni í morgun. Um hádegið hefur gengi Sjóvár fallið mest, um 4,1%. Á eftir fylgir Alvotech sem hefur lækkað um 3,7%, Marle og VÍS um 3,2%.

Þetta er í takt við kauphallir um allan heim sem nú skjálfa í kjölfar þrots SVB-bankans í bandaríkjunum. Þar féll annar banki í morgun, Signature Bank í New York-fylki.

Áhrifin hafa verið þau að hlutbréf í bönkum hafa fallið og í tryggingafélögum, sem geyma tryggingasjóði sína í ýmisskonar verðbréfum. Arion heftur fallið um 6,1% frá því að vandi SVB-bankans urðu ljós og Íslandsbanki um 3,5%. Gengi Íslandsbanka er nú komið undir útboðsgengið fyrir ári, undir 121 krónur á hlut.

Ástæða þess að Alvotech og Marel falla svona mikið í verði er að viðskipti með bréf í þessum félögum eru einnig í erlendum kauphöllum þar sem skjálftinn er meiri en í kauphöllinni á Íslandi, sem er lítill pollur þar sem sjóðsstjórar lífeyrissjóða halda uppi verði allra bréfa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí