Roni Horn orðin íslenskur ríkisborgari

Myndlistarkonan Roni Horn var meðal þeirra sem Alþingi veitti áðan íslenskan ríkisborgararétt. Roni er fædd í Bandaríkjunum og er nafntoguð fyrir myndlist sína. Hún hefur starfað töluvert á Íslandi og unnið verk um og upp úr íslenskri náttúru, meðal annars Vatnasafnið sem er í gamla bókasafnshúsinu með útsýni yfir höfnina í Stykkishólmi.

Alþingi veitti 21 einstaklingi ríkisborgararétt. Yngst var Eva Lilja Contant sem fæddist í fyrra og bróðir hennar Atli Björn sem er tveimur árum eldri. Næstir komu tvíburarnir Taha Kateb og Yasin Kateb Kateshamshir sem fæddust fyrir rúmum fjórum árum, á Íslandi eins og systkinin.

Elsti nýi Íslendingurinn er David Thor Linker, sem líka fæddist á Íslandi, árið 1951. Roni Horn er næst elst, verður 68 ára seinna á árinu.

Þetta er listinn yfir nýja íslenska ríkisborgara:

Alexander Elliott, f. 1983 í Bretlandi.
Amir Nasir, f. 1995 í Mjanmar.
Amirhossein Kateb Kateshamshir, f. 2015 í Hollandi.
Andrei Menshenin, f. 1989 í Sovétríkjunum.
Atli Björn Contant, f. 2020 á Íslandi.
David Thor Linker, f. 1951 á Íslandi.
Eric Contant, f. 1985 í Kanada.
Eva Lilja Contant, f. 2022 á Íslandi.
Gavriel Ntiedu George, f. 2015 á Ítalíu.
Hiwa Koliji, f. 1977 í Íran.
Ivana Blagojevic, f. 1992 í Serbíu.
Julia Vallieres-Pilon, f. 1986 í Kanada.
Kelsey Paige Hopkins, f. 1986 í Bandaríkjunum.
Larencia Oduro Kwarteng, f. 1992 í Gana.
Nutcharee Pairueang, f. 1987 í Taílandi.
Oksana Jóhannesson, f. 1984 í Úkraínu.
Rita Sunny-Yangs, f. 1971 í Nígeríu.
Roni Horn, f. 1955 í Bandaríkjunum.
Taha Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
Yasin Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
Yeboaa Lois George, f. 2017 á Ítalíu.

Af þessum 21 eru fimm fædd á Íslandi og átta önnur á öðrum löndum Vesturlanda. Átta eru síðan fædd í Afríku, Asíu eða Austur-Evrópu.

Myndin er af Roni Horn.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí