Roni Horn orðin íslenskur ríkisborgari

Myndlistarkonan Roni Horn var meðal þeirra sem Alþingi veitti áðan íslenskan ríkisborgararétt. Roni er fædd í Bandaríkjunum og er nafntoguð fyrir myndlist sína. Hún hefur starfað töluvert á Íslandi og unnið verk um og upp úr íslenskri náttúru, meðal annars Vatnasafnið sem er í gamla bókasafnshúsinu með útsýni yfir höfnina í Stykkishólmi.

Alþingi veitti 21 einstaklingi ríkisborgararétt. Yngst var Eva Lilja Contant sem fæddist í fyrra og bróðir hennar Atli Björn sem er tveimur árum eldri. Næstir komu tvíburarnir Taha Kateb og Yasin Kateb Kateshamshir sem fæddust fyrir rúmum fjórum árum, á Íslandi eins og systkinin.

Elsti nýi Íslendingurinn er David Thor Linker, sem líka fæddist á Íslandi, árið 1951. Roni Horn er næst elst, verður 68 ára seinna á árinu.

Þetta er listinn yfir nýja íslenska ríkisborgara:

Alexander Elliott, f. 1983 í Bretlandi.
Amir Nasir, f. 1995 í Mjanmar.
Amirhossein Kateb Kateshamshir, f. 2015 í Hollandi.
Andrei Menshenin, f. 1989 í Sovétríkjunum.
Atli Björn Contant, f. 2020 á Íslandi.
David Thor Linker, f. 1951 á Íslandi.
Eric Contant, f. 1985 í Kanada.
Eva Lilja Contant, f. 2022 á Íslandi.
Gavriel Ntiedu George, f. 2015 á Ítalíu.
Hiwa Koliji, f. 1977 í Íran.
Ivana Blagojevic, f. 1992 í Serbíu.
Julia Vallieres-Pilon, f. 1986 í Kanada.
Kelsey Paige Hopkins, f. 1986 í Bandaríkjunum.
Larencia Oduro Kwarteng, f. 1992 í Gana.
Nutcharee Pairueang, f. 1987 í Taílandi.
Oksana Jóhannesson, f. 1984 í Úkraínu.
Rita Sunny-Yangs, f. 1971 í Nígeríu.
Roni Horn, f. 1955 í Bandaríkjunum.
Taha Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
Yasin Kateb Kateshamshir, f. 2018 á Íslandi.
Yeboaa Lois George, f. 2017 á Ítalíu.

Af þessum 21 eru fimm fædd á Íslandi og átta önnur á öðrum löndum Vesturlanda. Átta eru síðan fædd í Afríku, Asíu eða Austur-Evrópu.

Myndin er af Roni Horn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí