Seðlabanki Evrópu hunsar ákall fjárfesta og hækkar vexti

Seðlabanki Evrópu lætur hvorki titring á fjármálamörkuðum né ákall fjárfesta hafa áhrif á stefnu um hækkun stýrivaxta. Stýrivextir Evrópska seðlabankans hækkuðu um hálft prósentustig eða 50 punkta í dag og eru vextir bankans þá á bilinu 2,5 til 3 prósent.

Bankinn hefur aldrei hækkað stýrivexti jafnört og að undanförnu en á sama tíma er vaxandi ólga á fjármálamörkuðum, meðal annars eftir fall Silicon Valley Bank í bandaríkjunum og erfiðleika Credit Suisse í Sviss.

Fjárfestar kölluðu eftir því í vikunni að beðið yrði með stýrivaxtahækkanir til að valda ekki meiri titringi á mörkuðum en líkt og áður sagði hefur seðlabanki Evrópu virt þær óskir að vettugi. Samkvæmt tilkynningu bankans eru stýrivaxtahækkanir þessar tilraun til að halda aftur af verðbólgu í álfunni, en gert ráð fyrir að hún verði áfram umtalsverð næstu árin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí