Seðlabankinn heldur því fram að framboð á íbúðum hafi aukist

„Á síðustu mánuðum hefur dregið úr spennu á íbúðamarkaði. Framboð hefur aukist og sölutími lengst,“ segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans frá í morgun. Þetta stangast á við mat annarra, sem þvert á móti hafa bent á að hægt hafi á framleiðslu íbúðarhúsnæðis. Það er hins vegar óumdeilt að dregið hefur úr eftirspurn vegna vaxtahækkana og ekki síður þrengri skilyrða til að standast greiðslumat.

Í frétt Samstöðvarinnar kom fram að framleiðni í húsbyggingariðnaði á höfuðborgarsvæðinu hafi dregist saman um þriðjung frá árinu 2020. Það sama gildir um framleiðni miðað við fólksfjölgun fyrir árið 2022, þar vantar þriðjung upp á til að framleiðsla haldist í hendur miðað við fólksfjölgun. Sjá nánar hér: Framleiðsla á húsnæðismarkaði hrynur.

„Fasteignaverð er farið að lækka en er þó enn hátt á nær alla mælikvarða. Til marks um það er hlutfall fasteignaverðs á höfuðborgarsvæðinu af byggingakostnaði með hæsta móti,“ segir í yfirlýsingunni. Þarna tekur bankinn undir það sem komið hefur fram, nú síðast í úttekt Vilhjálms Hilmarsson hagfræðings BHM, sjá hér: Byggingaverktakar tvöfalda hverja krónu.

„Fjármálaskilyrði heimila og fyrirtækja fara þó versnandi vegna mikillar verðbólgu og hærri vaxta. Útlit er fyrir að verðbólga verði þrálát og að greiðslubyrði lána þyngist,“ segir í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar. Það er því fram undan hækkandi greiðslubyrði sem draga mun úr kaupmætti heimila og þrengja að’ rekstri fyrirtækja.

Seðlabankinn hækkaði kröfur um eigið fé banka sem mun draga úr getu þeirra til að lána út eftir tólf mánuði. Þetta þarf þó ekki leiða til samdráttar í útlánum þar sem mikið eigið fé er í bönkunum, en þetta mun takmarka getu þeirra til að greiða hluthöfum út mikinn arð. Bæði Íslandsbanki og Arion eru með áætlanir um slíkt, að moka umfram eigin fé til hluthafa.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí