Stefnir í eilítið skárri kosningaþátttöku í VR

Kosningunum um nýja forystu VR lýkur kl. 12:00 á hádegi í dag. Í morgun höfðu 11.071 félagar kosið sem er 28% kosningaþátttaka. Það stefnir því í eilítið betri þátttöku en fyrir tveimur árum þegar kosningaþátttakan var 28,8%.

Fyrir tveimur árum var kosið til formanns. Ragnar Þór Ingólfsson fékk þá 63% atkvæða en Helga Guðrún Jónasdóttir 34%. Þá greiddu 10.346 atkvæði, 28,8% af tæplega 36 þúsund manns á kjörskrá. Síðan hefur félögum í VR fjölgað um meira en 3.500 manns.

Þótt það stefni í eilítið meiri kosningaþátttöku nú þá er ekki að merkja miklar breytingar, sem kynnu að vísa til þess að frambjóðendum hefði tekist að fylkja sínu liði á kjörstað. Atkvæðamagn Ragnars Þórs frá 2021 myndi því duga honum til sigurs í dag. Svo Elva Hrönn Hjartardóttir sigri í þessum kosningum þarf því góður hluti af kjósendum Ragnars Þórs að hafa snúið við honum baki.

Úrslit munu liggja fyrir fljótlega eftir klukkan eitt. Fólk getur kosið til kl. 12. Þau sem hafa kosið þegar geta skipt um skoðun og kosið að nýju. Síðasta atkvæðagreiðsla gildir. Félagar í VR geta kosið hér: Kosningar VR

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí