Lítill hópur umhverfisaktívista tók sér stöðu fyrir framan Alþingishúsið við Austurvöll í hádeginu í dag, föstudag.
Mótmælin voru afar friðsæl þó augljóslega mætti greina titring undir yfirborðinu því unga fólkið ku langþreytt á andvaraleysi stjórnvalda sem að þeirra sögn virða ungt fólk ekki viðlits.
Samstöðin spurði nokkra mótmælendur, hvað hefði áunnist auk annars sem sjá má í spilaranum hér fyrir neðan: