Eftir að hafa rukkað hreyfihamlaða ólöglega í stæði bílastæðahúsa í fjölda ára, felldi meirihlutinn tillögu Sósíalista um að borgin óskaði eftir kvittunum þeirra sem urðu fyrir lögbrotunum.
Þann 20. mars sl. tilkynnti Reykjavíkurborg að hún hafi ákveðið að hætta að rukka hreyfihamlaða fyrir stæði í bílastæðahúsum. Þá hafði álit borgarlögmanns legið fyrir í marga mánuði um að sá gjörningur hafi verið kolólöglegur.
Eftir að borgaryfirvöld gáfu eftir í mars er þó enn ljóst að margir eiga rétt á endurgreiðslum. Borgaryfirvöld hafa ekki enn haft sérstaklega fyrir því að láta vita af því né óskað eftir kvittunum brotaþola.
Í ljósi þess lögðu Sósíalistar í umhverfis- og skipulagsráði fram tillögu um að Reykjavíkurborg myndi hvetja handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihömluð
í bílastæðahúsum til að senda inn kvittanir svo þau fái endurgreiðslu vegna gjalda sem þau hafa greitt í bílastæðahús. Meirihlutaflokkunum þótti ekki ástæða til að samþykkja tillöguna og því var hún felld.