Meirihlutinn vill ekki kvittanir svo hægt sé að endurgreiða fötluðum

Eftir að hafa rukkað hreyfihamlaða ólöglega í stæði bílastæðahúsa í fjölda ára, felldi meirihlutinn tillögu Sósíalista um að borgin óskaði eftir kvittunum þeirra sem urðu fyrir lögbrotunum.

Þann 20. mars sl. tilkynnti Reykjavíkurborg að hún hafi ákveðið að hætta að rukka hreyfihamlaða fyrir stæði í bílastæðahúsum. Þá hafði álit borgarlögmanns legið fyrir í marga mánuði um að sá gjörningur hafi verið kolólöglegur.

Eftir að borgaryfirvöld gáfu eftir í mars er þó enn ljóst að margir eiga rétt á endurgreiðslum. Borgaryfirvöld hafa ekki enn haft sérstaklega fyrir því að láta vita af því né óskað eftir kvittunum brotaþola.

Í ljósi þess lögðu Sósíalistar í umhverfis- og skipulagsráði fram tillögu um að Reykjavíkurborg myndi hvetja handhafa stæðiskorta fyrir hreyfihömluð
í bílastæðahúsum til að senda inn kvittanir svo þau fái endurgreiðslu vegna gjalda sem þau hafa greitt í bílastæðahús. Meirihlutaflokkunum þótti ekki ástæða til að samþykkja tillöguna og því var hún felld.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí