Gunnari brugðið að sjá lögreglumann með skammbyssu versla í Handverkshúsinu

Gunnar Dan Wiium, smíðakennari og nokkuð tíður pistlahöfundur á Vísi, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að honum hafi verið illa brugði þegar lögreglumaður mætti á vinnustað hans vopnaður Glock skammbyssu. Gunnar segir að lögreglumaðurinn hafi augljóslega ekki verið í neinu útkalli, heldur hafi hann verið að versla álplötu í Handverkshúsinu. Gunnar segir að lögreglumaðurinn hafi ekki svarað sér þegar hann spurði út í byssuna.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Gunnars um atvikið.

Einn sallarvenjulegan morgun í síðustu viku var ég í vinnunni í Handverkshúsinu og inn kemur lögreglumaður í víkingarsveitarsamfesting. Hann hafði lagt bílnum sínum fyrir utan, risastórum sendibíl, svona Sprinter frá ríkislögreglustjóra.

Hann var greinilega að vinna að einhverjum tæknimálum því honum vantaði bara eina álplötu í A4 stærð. Allt gott og blessað fyrir utan að maðurinn sem greinilega var ekki í útkalli á neinn hátt var vopnaður Glock skammbyssu eins og ekkert væri sjálfsagðara. Hann var ekki í neinu stunguvesti eða í neinum varnarbúnaði, bara í samfesting eins og hann væri að vinna í kústagerðinni nema að svo var hann með skotvopn í Handverkshúsinu, á mánudagsmorgni að versla sér eina álplötu og engin í búðinni nema við Valur og hann.

Ég veit ekki ekki alveg, kannski er ég bara lítil orkidía en mér finnst þetta svo fokking taktlaust og spurði ég hann hvort honum fyndist bara eðlilegt að mæta til okkar í fullum skrúða. Það geislaði af honum harðneskjan og hann lét eins og ég væri ekki til á gólfinu, svaraði engu og leitaði á náðir vinnufélaga míns sem afgreiddi hann af einni saklausri álplötu.

Í öllum þessum löggubílum eru læst hólf og allskonar fyrir vopn og drasl sem ég vill ekki sjá í hversdagsbúð á mánudagsmorgni nema að þeir séu mögulega að leysa gíslatöku eða díla við vopnað rán. Við höfum engan byssukúltúr hér á Íslandi og þessi kúrekahegðun er fyrir mínum bæjardyrum séð bara neikvæð, grimm og kjánaleg. 

Svo elsku löggi, ég geri ráð fyrir að eg vúi vinveittum heimi svo plís skildu bara gönnið þitt eftir út í bíl næst, við Valur viljum ekki vopnaða menn inn í búðina nema að rík ástæða sé til!

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí