Nornafár snýr aftur á samfélagsmiðlum

Kristinn Hrafsson, ritstjóri Wikleaks, segir í pistli sem hann birtir á Facebook að það sé sífellt augljósara að McCartyismi sé að rísa á ný. Hann segir að Wikileaks hafi verið sett á lista hjá Twitter sem hafi valdið því að efni frá fjölmiðlinum væri síður sjáanlegt. Kristinn segir að samfélagsmiðlar séu sífellt að beita sér meir og meir til að þagga niður í röddum sem falla ekki að hinni opinberu stefnu í Úkraínumálum.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Kristins í heild sinni.

Það er að koma betur og betur í ljós hvernig yfirgengilegur Ný-McCartyismi tröllreið bandarísku samfélagi eftir 2016. Það var átakanlegt á að horfa. Á þessum tíma var áfergjan slík að margir frjálslyndir fjölmiðlar þar í landi, m.a. CNN. CNBC og fleiri,  sturtuðu niður trúverðugleika sínum með því að stökkva á vagninn. Þetta endurómaði vitaskuld yfir til Íslands.

Á meðfylgjandi þræði er greint frá því hverngi Twitter gat ekki fundið nema nokkra tugi reikninga sem áttu að vera gervimenn úr rússnesskum áróðursverksmiðjum. Þrýstingurinn á að finna herdeildir af slíkum gervimönnum var slíkur innanbúðar (og hjá sjálfstæðum aðilum í rússadraugaleitinni) að menn beittu öllum meðulum til að hækka töluna. Fjöldi Bandaríkjamanna féll þá í net veiðaranna svo sem Jill Stein, forsetaframbjóðandi Græningja. Þess utan var WikiLeaks sett á lista án þess einu sinni að falla undir innri skilgreiningar hjá fyrirtækinu. Mörgum var úthýst á samfélagsmiðlinum en aðrir urðu fyrir svokölluðu skuggabanni sem fólst í að hefta stórkostlega dreifingu skilaboða frá reikningnum.

Við fundum vel fyrir slíkum aðgerðum gagnavart twitter reikningi WikiLeaks sem hefur 5,6 milljónir fylgjendur. Þessi aðgerð var þó aldrei viðurkennd. Það reyndist útilokað að staðfesta að slík tól væru yfirhöfuð til í verkfærakassa fyrirtækisins eða fá játningu á því að þeim væri beitt.

Þetta breyttist sögulega í kóvíd þegar Twitter játaði tilvist slíkra takmörkunarúrræða, frammi fyrir þingnefnd, og bauð þau raunar fram til að stemma stigu við „upplýsingaóreiðu“ og falsfréttum.

Ég hef áður bent á að aðrir samfélagsmiðlarisar beita nú þessum úrræðum óspart til að „þagga“ niður í röddum sem falla ekki að hinni opinberu stefnu í Úkraínumálum.

McCartyisminn var eitt skelfilegasta nornafár í samtímasögu Bandaríkjanna. Það viðurkenna allir í dag. Flestir sem þekkja fjölmiðlasöguna vita einnig að það var mikið til fyrir hugrekki eins manns í meginstraumsmiðlum vestanhafs að það tókst að slökkva það fár.

Þetta var Edward R. Murrow hjá CBS. Frægur pistill hans í sjónvarpi 1954 fylgir í fyrsta kommenti. Allir blaðamenn og áhugamenn um heilbrigða fjölmiðla eiga að horfa á það reglulega

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí