Zelenskyy sagður hafa dregið sér stórfé

Rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh fullyrðir í nýrri frétt sem hann birtir á Substack að Zelenskyy, forseti Úkraínu, og hópur í kringum hann sé að stunda stórfelldan fjárdrátt. Hersh fullyrðir að Zelenskyy hafi dregið sér um 50 milljarða króna af fjárveitingum frá Bandaríkjamönnum. Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir í pistli sem hann birtir um málið að þessi uppljóstrun sé afar erfið fyrir meginstraumsfjölmiðla, sem hafi tekið þátt í að lyfta Zelenskyy á stall.

Hér má lesa frétt Seymour Hersh en hér fyrir neðan má lesa pistil Kristins um málið í heild sinni.

Nú hefur rannsóknarblaðamaðurinn Seymour Hersh látið aðra bombu falla (eftir að hafa slengt ábyrgð á skemmdarverkinu á Nord Stream leiðslunum lóðbeint á Biden forseta) og jafnáhugavert fyrir áhugamenn um fjölmiðla að sjá viðbrögðin en fréttin birtist fyrir helgi. Hún fjallar í stuttu máli um að Zelinski forseti Úkraínu og drjúgur hópur í kringum hann í æðstu yfirstjórn Úkraínuhers hafi mjólkað beint til sín 400 milljónum dollara af fjárveitingum frá Bandaríkjastjórn (um 50 milljarðar ISK) sem ætlað var að styðja stríðsreksturinn gegn innrásarliði Rússa. Heimildarmenn eru aðallega nafnlausir starfsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna. Magnaðasti þátturinn í fréttinni er að þessi spilling hafi einkum verið í kringum olíukaup til herjanna og að olíukaupin hafi verið af Rússum sjálfum.

Fréttin hefur ferðast eitthvað utan hins vestræna heims en ég fæ ekki séð að nokkur meginstraumsfjölmiðill í okkar nærumhverfi hafi snert við henni. Vitaskuld erfitt eftir að pressan hefur tekið þátt í að lyfta Úkraínuforseta á stall sem táknmynd hins góða, fórnfúsa og hetjulega baráttumanns sem deilir svo mjög kjörum með hermönnunum í sktogröfunum að hann er alltaf í sama vígvallargallanum.

Enn sem komið er hefur enginn rifjað upp persónuárásir á Sy Hersh (ruglaður, kalkaður, vafasamur etc) eins og í kringum Nord Stream fréttina en það er auðvitað erfitt að koma slíku á framfæri nema menn a.m.k. minnist á nýju fréttina.

Áhugavert verður að fylgjast með. Nú um stundir felst fjölmiðlalæsi jafnmikið í að fylgjast með því sem ekki er í fréttum og því sem birtist

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí