Svo virðist sem fjölmiðlar í Evrópu hafi lítinn áhuga á leiðtogafundinum í Hörpunni. Í það minnsta eru engar fréttir af fundinum áberandi á vefsíðum helstu fjölmiðla Evrópu nú síðdegis, um fjögurleytið. Þó má segja að hápunktur fundarins sé einmitt nú, en honum lýkur síðar í dag.
Hér fyrir neðan má sjá forsíðu eftirtaldra fjölmiðla nú um fjögurleytið: El Pais frá Spáni, Die Welt frá Þýskalandi, Le Monde frá Frakklandi, De Telegraaf frá Hollandi, Corriere Della Sera frá Ítalíu, Politiken frá Danmörku, Dagens Nyheter frá Svíþjóð, Aftonposten frá Noregi, The Times frá Bretlandi.
Flestir þessa fjölmiðla eru frekar íhaldssamir og því líklegri til að fjalla um fundinn en aðrir fjölmiðlar. Og vafalaust hafa margir þessir fjölmiðlar fjallað um fundin að einhverju leyti síðustu daga. Þó er ljóst að fréttastjórar þessa fjölmiðla telja fundinn ekki það mikilvægan að þeir fórna bestu dálkunum undir hann. Þess í stað fjalla þeir margir um hrakfarir bresku konungsfjölskyldunar.
Að vísu er ein undantekning frá þessu en það er breski fjölmiðilinn The Guardian. Þar birtist þessi frétt um ræðu Úrsulu von der Leyen frekar ofarlega.









