Enn frekari verkföll BSRB samþykkt um land allt

Verkalýðsmál 19. maí 2023

Atkvæðagreiðslu um frekari verkfallsaðgerðir félagsfólks í aðildarfélögum BSRB um allt land* vegna kjaradeilu BSRB við sveitarfélög landsinsblauk í dag kl. 11:00. Félagsfólk í Sameyki á Akranesi samþykkti með 89,6 prósentum með verkfalli og á Seltjarnarnesi 94,2 prósent með frekari verkfalli.

Verkfallsboðun um frekari aðgerðir var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í 29 sveitarfélögum, og eru þau eftirfarandi:

Akranes, Akureyri, Árborg, Bláskógarbyggð, Borgarbyggð, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Grindavík, Grímsnes- og Grafningshreppur, Grundafjarðarbær, Hafnarfjörður, Hveragerði, Ísafjarðarbær, Kópavogur, Mosfellsbær, Mýrdalshreppur, Norðurþing, Rangárþing Eystra, Rangárþing Ytra, Reykjanesbær, Seltjarnarnes, Skagafjörður, Snæfellsbær, Stykkishólmur, Suðurnesjabær, Vestmanneyjar, Vogar og Ölfus.

Um er að ræða starfsfólk leikskóla, sundlauga- og íþróttamannvirkja, bæjarskrifstofa, hafna, þjónustumiðstöðva og áhaldahúsa svo eitthvað sé nefnt en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ótímabundið verkfall hjá sundlaugum og íþróttamannvirkjum um allt land.

„Niðurstaðan endurspeglar þá ríku samstöðu félagsfólks um að láta ekki bjóða sér þetta misrétti. Það er mikil ólga í hópnum sem skilur ekki sinnuleysi bæjar- og sveitarstjórnarfulltrúa sinna og upplifir það sem virðingarleysi gagnvart störfum þeirra. Það stefnir því í mjög umfangsmiklar verkfallsaðgerðir sem munu hafa víðtæk áhrif á starfsemi sveitarfélaga,“ sagði Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, um atkvæðagreiðsluna.

Á mánudaginn hófust verkföll í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi og á mánudag bætast við sex sveitarfélög til viðbótar og koll af kolli. Aukinn þungi færist því í aðgerðir eftir sem líður ef ekki næst að semja.

Atkvæðagreiðsla stendur enn yfir í Garðabæ en henni lýkur á hádegi á morgun, laugardag.

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí