„Fatlað fólk neyðist til að flytja inn á ættingja eða orðið heimilislaust“

Fatlað fólk á mjög erfitt með að fá leigt húsnæði á almennum markaði. Vegna skorts á leiguhúsnæði og uppsprengdu leiguverði neyðist stór hluti fatlaðs fólk inn á félagslegan leigumarkað. Þar sem biðin eftir félagslegu leiguhúsnæði er oft löng þýðir það að dæmi eru um að fatlað fólk á Íslandi neyðist til að flytja inn á ættingja eða jafnvel orðið heimilislaust.

Þetta kemur fram í umsögn Öryrkjabandalag Íslands við frumvarpi þingmanna Flokk fólksins um að koma á fót leigubremsu. Verði frumvarpið að lögum yrði óheimilt að „hækka fjárhæð leigu íbúðarhúsnæðis oftar en á 12 mánaða fresti og er þá að hámarki heimilt að hækka hana í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs á tímabilinu“.

Í umsögn ÖBÍ, sem Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður bandalagsins, undirritar er þessu frumvarpi fagnað. Þar segir að staða fatlaðra sé sérstaklega slæm hvað varðar leigumarkaðinn. Talsvert færri fatlaðir eiga sitt eigið húsnæði miðað við heildina. Í umsögninni segir:

„Samkvæmt tölum Hagstofu Íslands um stöðu á húsnæðismarkaði eftir gerð húsnæðis árið 2021 voru 78% svarenda húsnæðiseigendur. Þegar litið er til rannsóknar á húsnæðismálum fatlaðs fólk (RHFF) sem unnin var af Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands fyrir ÖBÍ – réttindasamtök, kemur í ljós að 58% fatlaðs fólks býr í eigin húsnæði sem er 20% munur. Þá er vert að nefna að 70% fatlaðs fólks sem býr í eigin húsnæði var ekki með örorkumat þegar þau eignuðust húsnæði sitt. Því er ljóst að staða örorkulífeyristaka er talsvert verri og ójöfn miðað við aðra þjóðfélagshópa þegar horft er til þeirrar hörðu samkeppni sem ríkir á húsnæðismarkaði.“

 Líkt og fyrr segir þá er mjög algeng upplifun meðal fatlaðra að það sé erfitt að fá húsnæði leigt á almennum markaði. Í umsögn ÖBÍ segir:

„Samkvæmt RHFF eru 15% svarenda á almennum leigumarkaði. Við nánari athugun um upplifun af almennum leigumarkaði kom fram að 65% svarenda með 75% örorkumat fannst mjög eða frekara erfitt að fá leigt húsnæði á almennum markaði. Skortur á leiguhúsnæði og uppsprengt leiguverð spila þar lykilhlutverk og neyðir þann hluta fatlaðs fólks sem vill og getur búið sjálfstæðu lífi á almennum leigumarkaði inn á félagslegan leigumarkað. Þar er biðin eftir félagslegu leiguhúsnæði oft löng og strembin og dæmi eru um að fatlað fólk hafi neyðst til að flytja inn á ættingja eða orðið heimilislaust. Það er því brýnt að tryggja þessum hópi fólks öruggt húsaskjól og fjárhagslegt aðgengi að almennum leigumarkaði.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí