Kratar ósáttir við Evrópustefnu Kristrúnar

„Við þurfum að ganga í Evrópusambandið og taka upp evruna. Fyrr linnir þessu ekki. Málið er á dagskrá,“ segir Illugi Jökulsson fjölmiðlamaður á Facebook og deilir færslu Gríms Atlasonar, framkvæmdastjóra Geðhjálpar og eiginmanns Helgu Völu Helgadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Færsla Gríms hefur farið víða í dag en þar gagnrýnir hann harðlega enn eina vaxtahækkun Seðlabankans. Margir hafa túlkað orð hans sem ákall um að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið.

Grímur vekur athygli á því að stýrivextir á Íslandi séu nú 133 prósent hærri en þeir eru á evrusvæðinu og 237% hærri en í Danmörku, 194% hærri en í Finnlandi, 169% hærri en í Noregi og 150% hærri en í Svíþjóð. Hann skrifar svo:

„Núna er verið að kæla hagkerfið með handafli á sama tíma og tvær milljónir ferðamanna streyma hingað og mikil eftirspurn er eftir vinnuafli. Húsnæðismarkaðurinn er settur á ís hvar hann verður í tvö til fjögur ár en þá verður eftirspurnin orðin slík að allir byggingakranar jarðarinnar verða kallaðir til þjónustu og fasteignasalar hafa ekki lent í annarri eins törn. Vaxtakjör verða með hreinum ólíkindum og bankarnir lána eins og engin sé morgundagurinn. Tveimur árum síðar grípur Seðlabankinn í handbremsuna enda allt farið úr böndunum enn eina ferðina. Hefst þá aftur kalda tímabilið sem stendur í tvö til sex ár og eftir það kemur hitabylgjan sem varir í tvö til fjögur ár. Endurtekið endalaust.“´

Ákall um að evran verði á dagskrá á þó ekki upp á pallborði hjá Kristrúnu Frostadóttur, formanni Samfylkingarinnar, en hún hefur dregið úr áherslu flokksins á aðild að Evrópusambandinu.

„Og þess vegna segi ég það hér: Sam­fylk­ingin mun ekki setja fulla aðild að Evr­ópu­sam­band­inu fram sem for­gangs­mál nema að und­an­gengnu víð­tæku sam­tali og upp­færðri yfir­ferð og rann­sókn á kostum og göllum aðild­ar,“ sagði Kristrún á lands­fundi flokks­ins í fyrra.

Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, hjólar í Kristrúnu í aðsendum pistli á Vísi og segir hana stefnu hennar hvað ESB varðar vera „sennilega heimskulegasta velferðarmál allra“. Þar sagði Sigmar meðal annars:

„Það verður skýrara með hverjum deginum að nýrri forystu Samfylkingar, og hluta þingflokksins, er slétt sama um Evrópumálin. Málið er ekki á dagskrá, rétt eins og hjá Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Formaður flokksins sagði það skýrt um helgina og Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður flokksins, er enn afdráttarlausari í viðbrögðum sínum við grein sem ég skrifaði í gær. ESB er ekki á dagskrá. Samfylkingin er upptekin við annað.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí