Ekki færri en 10 forsetaframbjóðendur hafa náð 1500 stuðningsyfirlýsingum eða meira, þ.e.a.s. tilskyldum fjölda meðmælenda.
Aldrei hafa fleiri boðið sig fram en níu buðu sig fram árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson varð forseti lýðveldisins.
Til samanburðar má geta að þegar Kristján Eldjárn lagði Gunnar Thoroddsen í kosningu árið 1968 voru þeir tveir einu frambjóðendurnir.
Framboðsfrestur rennur út á morgun. Enn gæti bæst við fjölda frambjóðenda en þau sem hafa náð tilskyldum fjölda eru í stafrófsröð:
Arnar Þór Jónsson
Ásdís Rán Gunnarsdóttir
Ástþór Magnússon
Baldur Þórhallsson
Halla Hrund Logadóttir
Halla Tómasdóttir
Helga Þórisdóttir
Jón Gnarr
Katrín Jakobsdóttir
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
Skoðanakannanir benda til að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund finni mestan samhljóm hjá þjóðinni. Er mál manna að kosningin 1. júní næstkomandi verði mesti spennutryllir um áratuga skeið í sögu íslensku þjóðarinnar.