Met slegið í fjölda forsetaframbjóðenda

Ekki færri en 10 forsetaframbjóðendur hafa náð 1500 stuðningsyfirlýsingum eða meira, þ.e.a.s.  tilskyldum fjölda meðmælenda.

Aldrei hafa fleiri boðið sig fram en níu buðu sig fram árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson varð forseti lýðveldisins.

Til samanburðar má geta að þegar Kristján Eldjárn lagði Gunnar Thoroddsen í kosningu árið 1968 voru þeir tveir einu frambjóðendurnir.

Framboðsfrestur rennur út á morgun. Enn gæti bæst við fjölda frambjóðenda en þau sem hafa náð tilskyldum fjölda eru í stafrófsröð:

Arn­ar Þór Jóns­son

 Ásdís Rán Gunn­ars­dótt­ir

Ástþór Magnús­son

Bald­ur Þór­hallsson

Halla Hrund Loga­dótt­ir

Halla Tóm­as­dótt­ir

Helga Þórisdóttir

Jón Gn­arr

Katrín Jak­obs­dótt­ir

Stein­unn Ólína Þor­steins­dótt­ir

Skoðanakannanir benda til að Katrín Jakobsdóttir, Baldur Þórhallsson, Jón Gnarr og Halla Hrund finni mestan samhljóm hjá þjóðinni. Er mál manna að kosningin 1. júní næstkomandi verði mesti spennutryllir um áratuga skeið í sögu íslensku þjóðarinnar.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí