Krefjast þess að Evrópuráð sé samkvæmt sjálfu sér í málefnum Kúrda

Á opnum fundi um mannréttindabrot Tyrklands var fjallað um pólitíska fanga í Tyrklandi og ofsóknir Tyrkja gagnvart Kúrdum. Fundarhaldarar eru nýkomnir frá Tyrklandi þar sem þeir könnuðu stöðu mála og töluðu við fórnarlömb. Á opnum fundi í gær miðluðu þau því sem þau höfðu lært. Horfa á má fundinn hér.

Ögmundur Jónasson, fyrrum þingmaður á þingi Evrópuráðsins, stóð fyrir viðburðinum ásamt Lauru Castel, spænskum þingmanni og fulltrúa Evrópuráðsins, Denis O’Heam prófessor í félagsfræði við háskólann í El Paso í Texas og Havin Guneser, verkfræðingi og talskonu alþjóða átaksins: „Frelsi fyrir Abdullah Öcalan-Frið í Kurdistan”.

Fundurinn byrjaði á frásögn Ögmundar af því stríði sem Tyrklandsstjórn heyir gegn sínu eigin fólki. Kúrdar hafa mátt þola mikla kúgun og óréttlæti en um skeið var yfir hálf milljón manna á vergangi vegna ofsókna tyrkneskra stjórnvalda. Bæir og borgir voru lagðar í rúst og árþúsunda gamallar menningarminjar eyðilagðar.

Lítið fréttist af þessum voðaverkum sem náðu hámarki á árunum 2015 og 2016. Ofsóknir á hendur pólitískum andstæðingum, einkum úr röðum Kúrda, eru svo sagðar meiri nú en nokkru sinni. Þær gerast sífellt grófari og hafa farið stigvaxandi allt frá því að Erdogan náði völdum árið 2003. Tíðni fangelsaðra í Tyrklandi hefur aukist gríðarlega á undanförnum árum og er það næsthæsta hlutfall innan OECD-ríkjanna.

Abdullah Öcalan, einn fremsti leiðtogi Kúrda, hefur setið í einangrun á fangaeyjunni Imrali síðan 1999 og hefur verið brotið á mannréttindum hans gróflega. Árum saman hafa hvorki lögfræðingar né fjölskylda fengið að heimsækja hann og undanfarin rúmlega tvö ár hefur ekkert heyrst frá honum.

Meðferð Tyrkja á pólitískum föngum brýtur gróflega mannréttindi fanganna og yfirgnæfandi líkur eru á því að pólitískir fangar Tyrkja séu Kúrdar. Eftir valdaránstilraunina, svokölluðu, árið 2016 hættu yfirvöld að gefa út tölur um fjölda pólitískra fanga en ljóst er að þeir eru margir.

Fangelsi Tyrkja fyrir pólitíska fanga fylgja bandarískri fyrirmynd og kallast fangelsi af F-gerð. Þau eru hönnuð til að brjóta samstöðu fanganna með því að hafa þá algerlega einangraða eða þrjá saman í litlu rými því þannig skapast mikil spenna á milli þeirra.

Sagt var frá voðaverkum Tyrkja í borginni Afrin í Rojava en þar áttu sér stað þjóðarhreinsanir. Vakin var athygli á því að Evrópuráðið sé óbeint meðvirkt með þessum voðaverkjum Tyrkja en aðilar frá mannréttindastofnunum þeirra hafa í nýgang heimsótt svæðin en lítið sem ekkert aðhafst og gagnrýni sem fram hefur komið hefur ekki verið fylgt eftir. Hafa tyrknesk yfirvöld algerlega hunsað allar ábendingar og umvandanir og verið látin komast upp með það.


Bent var á að Abdullah Öcalan var handtekinn í NATO-aðgerð og var skorað á Evrópuráðið að leysa hann úr haldi og gera honum kleift að leiða friðarviðræður við Tyrki fyrir hönd Kúrda. Að gera ekkert er sagt vera svik við grunngildi Evrópuráðsins. Einnig var dregið fram það hættulega fordæmi sem aðgerðaleysi Evrópuráðsins er að gefa öðrum ríkjum. Kallað er eftir aðgerðum strax og minnt á mikilvægi þess að Evrópuráðið sé samkvæmt sjálfu sér.

Hlekkur á upptöku af fundinum.

Hér fylgja nokkrar myndir sem sýna eyðilegginguna sem Tyrklandsstjórn hefur valdið;

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí