„Látum uppivöðsluseggi ekki eyðileggja frábæra þáttagerð“

„Ömurlegt! Samstöðin er það mest spennandi sem hefur verið að gerast í fjölmiðlun undanfarið,“ skrifar Framsóknarmaðurinn Hallur Magnússon, fyrrverandi varaborgarfulltrúi og sviðsstjóri þróunarsviðs Íbúðalánasjóðs, á Facebook vegna innbrotsins í húsnæði Samstöðvarinnar um helgina. Hann er einn margra sem harma þær frengir en tækjum var stolið úr stúdíói stöðvarinnar aðfaranótt laugardags.

Margir segja að þessi árás megi ekki koma í veg fyrir að Samstöðin geti starfað áfram. Og það eru ekki bara vinstri menn sem segja það. „Það er ömurlegt að fá ekki frið með neitt. Samstöðin er auðvitað mikilvægt innlegg í samfélagslega umræðu. Maður þarf ekki að vera sammála mörgu þar eða jafnvel engu en vilja þó að sjálfsögðu standa vörð um að slík stöð geti starfað í friði,“ skrifar til að mynda Halldór Halldórsson, áður oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Aðrir senda baráttukveðjur, líkt og Þorsteinn Siglaugsson, formaður Málfrelsis – samtaka um frjálsa og opna umræðu, lýðræði og mannréttindi. Hann skrifar: „Endilega hafið augun opin. Þetta er stóralvarlegt mál. Vona að Gunnar Smári Egilsson og félagar fái búnaðinn sem allra fyrst til baka.“

Svo eru sumir sem kalla eftir því að lögreglan taki málið föstum tökum. Það gerir Oddný Eir Ævarsdóttir, rithöfundur og heimspekingur, en hún skrifar: „Ég vona að þetta innbrot verði rannsakað sem skyldi. mjög alvarleg aðför að lýðræðinu. Hörmuleg tíðindi.“ Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor tekur í sama streng og skrifar: „Hvar er löggan?“

Líkt og Samstöðin greindi frá fyrr í dag þá hefur almenningur svarað neyðarkallinu. Strax á laugardeginum fór fólk að leggja inn á Alþýðufélagið, sem er félag hlustenda og áhorfenda sem eiga Samstöðina. Í gærkvöldi höfðu safnast rúmar 700 þúsund krónur auk þess sem margt fólk hafði skráð sig fyrir nýrri áskrift.

Á samfélagsmiðlum má sjá mörg dæmi um almenna borgara sem vilja ekki sjá Samstöðina hverfa. „Gerðist áskrifandi, þessi stöð er afar mikilvæg fyrir íslenskt samfélag. Frábær þjóðmálaumræða sem því miður heyrist lítið af hjá öðrum fjölmiðlum,“ skrifar einn maður.  Kona nokkur skrifar svo: „Ömurleg skemmdarstarfsemi. Látum uppivöðsluseggi ekki eyðileggja frábæra þáttagerð.“  Enn önnur segir: „Eina stöðin sem ég horfi á.“

Þau sem vilja gerast áskrifendur og þar með eigendur Samstöðvarinnar geta gengið í Alþýðufélagið með því að skrá sig hér: Félagaskráning Samstöðvarinnar.

Þau sem vilja hjálpa til við kaup á nýjum tækjum geti lagt inn á reikning Alþýðufélagsins: Bankanúmer: 1161-26-001669 Kennitala: 550891-1669

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí