Leigufélagið Alma kastar áttræðum manni og fötluðum syni hans á dyr

Í byrjun vikunnar var áttræðum manni Ólafi Snævari Ögmundssyni og fötluðum syni hans Auðunni Snævarri Ögmundssyni kastað á dyr úr íbúð sinni hjá Leigufélaginu Ölmu eftir um árs búsetu þar.

Vísir fjallar um mál þeirra eftir að viðtal við Ólaf birtist á Frettin.is og segir að feðgarnir sem áttu í greiðsluerfiðleikum í upphafi leigutímans höfðu nýverið leitað með sín mál til umboðsmanns skuldara og segjast hafa haft fullan vilja til að ganga frá skuldum sínum.

Ólafur segir aðgerðirnar hafa verið harkalegar en hópur starfsmanna frá leigufélaginu ásamt lögreglu hafi skyndilega mætt heim til þeirra og skipað þeim að pakka saman og yfirgefa íbúðina. Hann segir að þeir hafi hins vegar ekki náð að setja í neinar töskur end hafi þeir ekki átt þær til og mennirnir hafi bara tekið allt og sett í plastpoka. Persónulegir munir minjagripir, fjölskyldumyndir og brothættir munir hafi allir verið settir í plastpoka.

„Þetta var ljót harka, svo ég segi það bara,“ segir Ólafur Snævar Ögmundsson í samtali við fréttastofu. Hann hafði íbúðina á leigu í Hátúni hjá Ölmu þar til síðasta þriðjudag. „Ég er ýmsu vanur, ég hef ferðast út um allan heim, verið yfirvélstjóri á norskum skipum og er ýmsu vanur, en þetta hef ég aldrei séð áður.

Feðgarnir hafa dvalið á hóteli síðustu daga en Snævar fari nú til ættingja. Ólafur segist ekki vita hvert hann muni leita. „Ég er búinn að tala við félagsþjónustuna og það er ekkert sem gerist. Nákvæmlega ekki neitt,“ segir Ólafur og bætir við að óvissan sé algjör.

„Ég veit ekki hvað verður um mig. Ætli ég sofi ekki bara í bílnum.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí