Segir tjónakröfur á Rússa óraunhæfar

Úkraínustríðið 18. maí 2023

„Það hafa verið nefnd­ar ýms­ar töl­ur eins og að Vest­ur­lönd hafi fryst 300 millj­arða banda­ríkja­dala af gjald­eyr­is­forða Rúss­lands. Ef Vest­ur­lönd ætla að taka alla þá pen­inga myndu varla nást nein­ir samn­ing­ar við rúss­nesk stjórn­völd um stríðslok og óvissa væri um til hvaða ráða þau myndu grípa og með hvaða af­leiðing­um. End­an­legt hrun rúss­neska hag­kerf­is­ins myndi líka hafa áhrif á Vest­ur­lönd, bæði hið op­in­bera og einka­geir­ann,“ segir Hilm­ar Þór Hilm­ars­son, pró­fess­or í alþjóðaviðskipt­um og hag­fræði við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri, í samtali við Moggann eftir fund Evrópuráðsins í Hörpu.

„Þetta gæti líka þýtt að hin BRICS-lönd­in utan Rúss­lands – Bras­il­ía, Ind­land, Kína og Suður Afr­íka – myndu aldrei treysta Vest­ur­lönd­um eða vest­ræn­um bönk­um,“ segir Hilmar. „Það eru líka ýmis lög­fræðileg álita­efni um þetta mál, að frysta fyrst gjald­eyr­is­forða lands og taka hann svo end­an­lega. Ég er ekki að segja að þetta sé ekki hægt, eða að það eigi ekki að gera þetta, en það þarf að hugsa svona aðgerð til enda. Þetta hefði bæði af­leiðing­ar fyr­ir Rúss­land og Vest­ur­lönd.“

Aðspurður um hversu lík­legt sé að þetta fjár­magn ber­ist til Úkraínu og þá hvenær, bendir Hilmar á að Úkraína fái þegar aðstoð úr ýms­um átt­um. Alþjóðabank­inn hafi t.d. veitt Úkraínu veru­lega neyðaraðstoð. Sama megi segja um Fjár­fest­inga­banka Evr­ópu, sem er banki Evr­ópu­sam­bands­ins, og End­ur­reisn­ar- og þró­un­ar­banka Evr­ópu. Svo hafi ýmis lönd veitt tví­hliða neyðaraðstoð, þar á meðal í sam­vinnu við Alþjóðabank­ann, og er Ísland í þeim hópi. Aðal­upp­bygg­ing­in í Úkraínu hljóti samt að fara fram að stríði loknu.

Hilmar er spurður hversu raunhæft sé að Úkraína gangi í Nató og ESB. Og hann svarar: „Í yf­ir­lýs­ingu leiðtoga­fund­ar NATO í Búkarest 2008 var sagt að Úkraína myndi ganga í NATO. Nú, 15 árum síðar, er Úkraína ekki í NATO. Ákvörðun um NATO-aðild Úkraínu er fyrst og fremst í hönd­um Banda­ríkj­anna. Ég sé ekki fyr­ir mér að Úkraína sé á leið í NATO á næst­unni. Varðandi ESB þá eru um­sókn­ar­rík­in auk Úkraínu orðin mörg: Alban­ía, Moldóva, Norður-Makedón­ía, Serbía, Svart­fjalla­land og Tyrk­land. Mörg þessi lönd hafa beðið ansi lengi eft­ir aðild, Tyrk­land síðan 1999. Vænt­an­leg um­sókn­ar­ríki eru Bosn­ía og Her­segóvína, Georgía og Kó­sovó. Ég sé ekki fyr­ir mér að Úkraína fái aðild að ESB á næst­unni. Það gæti tekið 10 til 20 ár að minnsta kosti.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí