Spillingardómur yfir Sarkozy staðfestur

Áfrýjunardómstóll hefur staðfest þriggja ára dóm yfir Nicolas Sarkozy fyrrum forseta Frakklands fyrir spillingu. Tvo ár eru skilorðsbundin en eitt ár verður Sarkosy að sitja af sér á heimili sínu með ökklaband. Hann má ekki koma nálægt stjórnmálum né nokkrum embættum í þrjú ár. Sarkozy hefur áfrýjað dómnum til Hæstaréttar.

Þetta mál er aðeins eitt af mörgum sem Sarkozy hefur verið ákærður fyrir eða eru til rannsóknar. Þetta mál snýst um tilraunir Sarkozy til að hafa áhrif á dómara í einu af spillingarmálunum, en dómarinn og lögmaður Sarkozy væru einnig dæmdir fyrir spillingu.

Mál sem tengjast ólöglegri fjármögnun kosningabaráttu bíða enn dóms, bæði vegna kosninganna 2012, sem hann tapaði, og kosninganna 2007 sem hann sigraði í. Hann er meðal annars sakaður um að hafa þegið fé frá Muammar Gaddafi Líbíuforseta til að fjármagna fyrri kosningabaráttuna gegn loforðum um að styðja Líbíu ef hann næði kjöri.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí