Styrkur og tíðni „El Niño” veðurfyrirbæra að aukast

rannsókn gefin út í rannsóknarritinu Nature Reviews Earth and Environment á fimmtudaginn sýnir að tíðni og styrkur veðurfyrirbæranna La Niña og El Niño hefur aukist mikið á síðustu áratugum.

El Niño (El Nino eða El Ninjo) er veður- og vatnsfræðilegt fyrirbæri þar sem hiti sjávar verður hærri en hann er venjulega að meðaltali yfir þann árstíma. La Niña er andstæðan, þar sem hiti sjávar er lægri en hann er að meðaltali.

El Niño atburður á sér iðulega stað á 4 til 7 ára fresti í austurhluta Kyrrahafs og þá oftast rétt eftir jól. Venjulega varir þetta frávik ekki lengur en í 12 til 17 mánuði en áhrifin eru gríðarleg. Ný rannsókn sýnir að tíðni þessara atburða hefur aukist mikið á síðustu áratugum. Vísindamennirnir telja líklegt að gróðurhúsaáhrif spili þar inn í. Aukinn hiti getur aukið styrk þessa frávika á einn og annan hátt en það hefur miklar afleiðingar fyrir veðurfar víðsvegar um hnöttinn.

Vísindamennirnir telja að El Niño atburður hafi spilað stórt hlutverk í því að valda þurrkum í Ástralíu árið 2020 sem leiddi síðan til gríðarlegra skógarelda. 

Rannsóknin sýnir fram á að tíðni sterkra El Niño atburða hefur tvöfaldast frá 1960. 

Útskýringarmyndband frá þýska miðlinum DW um La Niña og El Niño; 

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí