74% ánægð með Guðna en aðeins 29% með Katrínu og 22% með Ásgeir

Samkvæmt könnun Prósents eru 74% landsmanna mjög eða frekar ánægð með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta. Aðeins 8% landsmanna sögðust frekar eða mjög óánægð með Guðna. Ef við leggjum þetta saman þá er nettóstaðan plús 66%.

Staðan er ekki svona góð hjá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. 29% landsmanna segjast mjög eða frekar ánægð með hennar störf en 52% eru frekar eða mjög óánægð. Nettóstaða Katrínar er þá mínus 23%.

Í könnun Gallup frá upphafi cóvid, í maí 2020, sögðust 59% þátttakenda ánægð með Katrínu, 30 prósentustigum fleiri en í dag. Og þá sögðust 19% óánægð með Katrínu, 33 prósentustigum færri en í dag. Það hefur því orðið mikil breyting á afstöðu almennings til Katrínar á aðeins þremur árum.

Í öllu samhengi er þetta vond staða fyrir Katrínu. Til samanburðar var botninn hjá Richard M. Nixon sá að 24% Bandaríkjamanna voru ánægðir með hann en 66% óánægð, nettóstaða mínus 42%. Þetta var þegar Nixon sagði af sér sem forseti, steig upp í þyrluna og flaug burt frá Hvíta húsinu. Katrín er ekki komin þangað, en staða hennar er allt önnur og verri en fyrir fáeinum misserum.

22% landsmanna eru mjög eða frekar ánægðir með Ásgeir Jónsson Seðlabankastjóra en 55% frekar eða mjög óánægðir. Nettóstaðan er mínus 33%. Hann er nær þyrlu Nixon en Katrín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí