„Aðförin að Roger Waters er stjörnugalin“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segir á Facebook að aðförin að Roger Waters sé stjörnugalin. Kristinn bendir á að zíonistar hafi lítið sagt þegar meðlimir ísraelsku hljómsveitarinar Echos klæddu sig í svipaðan búning og Waters, sem nú þykir til marks um gyðingahatur hans.

„Nú hafa zíonistar farið hamförum yfir Roger Waters í Pink Floyd. Hann var kærður fyrir nasistaáróður með því að klæðast leikbúningi úr The Wall, svarta frakkanum með svart/rauðu krosslögðu hamrana á boðungunum og upphandleggnum. Þetta þótti svo mikil svírða og til marks um gyðingahatur að gyðingar kærðu hann og heimtuðu að tónleikar hans yrðu bannaðir,“ segir Kristinn.

Hann deilir myndbandi, sem sjá má hér fyrir neðan, af hljómsveitinni fyrrnefndu, Echoes. „Nú jæja. Eitthvað annað lögmál virðist gilda um ísraelsku hljómsveitina Echoes, sem gefur sig út fyrir að vera Pink Floyd „tribute band“ an hún hefur túrað víða með rokkóperuna The Wall á sviði. Var meðal annars tekið vel á sviði í Tel-Aviv en á meðfylgjandio tengli má sjá brot þar sem sögngvari Echos sem er frá Beer Sheva í Ísrael  er í gervi einræðisherrans með öll merki sem nú valda hneikslun og þykja til marks um gyðingahatur,“ segir Kristinn.

Mál Waters minnir nokkuð á mál Jeremy Corbyn, fyrrverandi formann breska Verkamannaflokksins, en hann var einnig sakaður um gyðingahatur á hæpnum forsendum. „Aðförin að Roger Waters er stjörnugalin. Hún er að virka svo vel að Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins breska hefur lýst yfir þungum áhyggjum yfir gyðingahatri Roger Waters. Það var einmitt á grunni ásakana um gyðingahatur ásamt með kynþáttahatri og kvenhatri sem honum tókst að grafa undan vinstri síðu flokksins og fá hana þurrkaða út úr flokknum með fordæmalausum hreinsunum,“ segir Kristinn.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí