Verkefnið skiptist í sex parta, þar á meðal samgöngur, innviði borga og félagsleg rými
Forseti Brasilíu, Luiz Inácio Lula da Silva, sagði frá því á þriðjudaginn að ríkisstjórnin hans muni hefja mikla uppbyggingu innviða í næsta mánuði á öllum sviðum.
„Þar sem við höfum haft mikinn fjölda af stefnumálum sem virkuðu vel, endurtaka leikinn og munum við byrja 2. júlí næstkomandi með stór verkefni í þróun þjóðarinnar, með innviðauppbyggingu á öllum sviðum.” sagði Lula í viðtali í sjónvarpsstöðinni Empresa Brasil de Comunicação.
Samkvæmt ríkisstjórninni mun verkefnið snúa að sex sviðum; samgöngur, innviði borga, félagsleg úrræði, vatn, fjarskipti og orkumál.
Metnaðarfull ríkisstjórn
Ásamt því að tilkynna um þetta innviðaverkefni sagði Lula frá því að ríkisstjórn hans stefni að því að húsnæðisverkefnið hennar, „Mitt hús, mitt líf”, nái líka til brasilísku millistéttarinnar.
„Við munum hugsa um öll lög samfélagsins svo að fólk finni að ríkisstjórnin er að hugsa um þau,” sagði brasilíski forsetinn. Lula segist ánægður með störf sín síðan hann tók við embætti fyrsta janúar síðastliðinn en sagði hins vegar: „Við munum þurfa að gera miklu meira en við höfum gert áður af því við þurfum að endurbyggja Brasilíu.”