„Ef það er vilji þá er vegur“

Verkalýðsmál 8. jún 2023

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði í gær á samfélagsmiðli sínum að tímabært er að sveitarfélögin skipti um kúrs, hætti að hengja sig í formrök og tryggi að launafólki sé ekki mismunað, heldur fái sömu laun fyrir sömu vinnu.

„BSRB á núna í harðri kjarabaráttu og tekur eiginlega við keflinu þar sem Efling sleppti því. Bæði félögin eru undir forystu kvenna og berjast fyrir því að störf hefðbundinna kvennastétta verði metin að verðleikum. Atvinnurekendur taka fast á móti, vísa í prinsipp í kjaraviðræðum og nota formrök til að réttlæta ósveigjanleika sinn,“ segir Ingibjörg Sólrún.

Hún segir að formrök eiga vissulega erindi í samningaviðræðum en þau geti þó ekki vikið til hliðar öllum sanngirnis- og réttlætisrökum og tekur sem dæmi þegar Katrín Jakobsdóttir snéri af leið og fór að hlusta á sanngirnis- og réttlætisrök.

„Forsætisráðherra greip líka fyrst til formraka þegar umræðan kom upp um launhækkanir æðstu ráðamanna og benti á að um aðferðina hefði verið víðtæk sátt þegar henni var komið á. En fyrirkomulagið var auðvitað ekki klappað í stein og hún hafði vit á að hlusta á sanngirnis- og réttlætisrök og skipta um kúrs.“

Þá sagði Ingibjörg að viðsemjendur BSRB að taka sér þetta til fyrirmyndar.

„Sveitarfélögin verða líka að skipta um kúrs, hætta að hengja sig í formrök og tryggja að allir fái sömu laun fyrir sömu vinnu. Ef það er vilji þá er vegur.“

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, deilir pistli Ingibjargar Sólrúnar með lyndistákninu – beint í mark. Bæði Sonja Ýr og Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, hafa bent á þetta óréttlæti SÍS gagnvart starfsfólki sínu og sagt í fjölmiðlum það vera sannirginskröfu að félagsfólk BSRB njóti sömu kjara og réttinda til jafnræðis við annað starfsfólk í sömu störfum.

Miðstjórn ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir BSRB. Eins hafa ElfingVR og BHM lýst yfir stuðningi sínum.

Frétt af vef Sameykis. Lesa má Facebook-pistil Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí