Einungis 18% þeirra sem kusu með Brexit finnst ferlið vera að ganga vel

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun breskrar hugveitu (UK in a Changing Europe) eru einungis 18% kjósenda, sem kusu með útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, sammála því að ferlið hafi gengið vel.

Spurt var yfir 4000 kjósenda sem kusu með Brexit, um hvernig þeim fannst ferlið vera að ganga nú sjö árum seinna. Eins og áður segir var einungis 18% þeirra sammála þeirri fullyrðingu að ferlið hefði gengið vel. Með öðrum orðum minna en einn fimmti þeirra sem spurt var. 30% svöruðu hvorki né, tóku í rauninni enga afstöðu, á meðan að 26% svöruðu á þann veg að það væri enn of snemmt að segja til um það.

Verðbólgan leikur Bretland, eins og önnur lönd, grátt þessa dagana, ásamt því að landið er í miklum vandræðum með að halda hagvexti uppi. Hinsvegar, þá vekur það athygli að minna en einn þriðji af þeim sem spurt var, eða 29%, voru sammála þeirri fullyrðingu að sú ákvörðun að ganga úr Evrópusambandinu spili nokkuð inn í núverandi efnahagsástand.

Á meðal þeirra sem telja Brexit ekki hafa gengið vel, þá er algeng sú skoðun að ástæðan sé sú að stjórmálamenn hafi klúðrað ferlinu. En þetta er einmitt það sem t.d. Nigel Farage – fyrrum leiðtogi flokksins Ukip sem var mjög áberandi í aðdraganda kosninganna á sínum tíma og hvatti fólk til að kjósa með útgöngunni – vill einnig meina. Það er að segja: ákvörðunin sjálf var ekki slæm, það er bara stjórmálamönnum að kenna hversu illa ferlið hafi gengið. Af þessum hópi er 70% sem segja að Brexit ferlið hefði getað gengið vel, og næstum helmingur eða 48% segja að stjórmálamenn hefðu getað fengið ferlið til að virka vel, en þeir reyndu það ekki einu sinni.

Af þeim sem spurt var sagði hinsvegar mikill meirihluti – eða 72% – að þeir myndu þó kjósa á sama hátt jafnvel þótt þeir hefðu vitneskjuna um hvernig staðan væri í dag, sjö árum síðar.

Sami fjöldi, eða 72%, sagði einnig að þeir vildu einfaldlega hætta alfarið að ræða um Brexit.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí