„En í alvöru þarf ég að ljúga til að halda þessum lágmarksbótum?“

„Ég nenni ekki að standa í þessu. Ég er hér þreklaus af veikindum og mér finnst það alveg nóg. Mér finnst þetta heimska, má veikt fólk ekki gera neitt fyrir börnin sín? Það eru að koma þrjú ár síðan ég fékk íbúðina og af hverju allt í einu núna sem heimilisuppbót er tekin?“

Þetta skrifar Valgerður Margrét Gunnarsdóttir á Facebook en hún greinir frá því þar að hún fær ekki lengur húsaleigubætur. Hún hafði unnið sér það til saka að vilja hjálpa syni sínum að koma undir sig fótunum. Valgerður er með krabbamein og fékk íbúð frá ríkinu vegna veikinda.

„Ég er með aukaherbergi fyrir yngsta son minn, sem er hörkuduglegur, búinn með rennismíði og er á öðru ári í vélstjórn. Hann vill ekki taka námslán og vinnur inn á milli til að geta veitt sér smá. Ég þarf allavega aldrei að hafa áhyggjur af honum, hann er það duglegur. En núna er búið að taka heimilisuppbót af mér, sem er um 40.000 kr á mánuði af því að hann er skráður heima hjá mér,“ segir Valgerður.

Hún segir að sér muni talsvert um þennan pening. „Ég skil ekki alveg af hverju þetta er gert allt í einu núna. Ég fékk aukaherbergi fyrir hann, af því hann er í skóla, ég skil þetta ekki. Mér munar um 40.000 krónur, er búin að vera á sjúkrahúsi í næstum þrjá mánuði og kemst sennilega ekki út fyrr en með haustinu. Ég þarf að borga auðvitað leigu og rafmagn, hita og net. En í alvöru þarf ég að skrá son minn á annað heimilisfang og ljúga til að halda þessum lágmarksbótum? Samt létu þeir mig fá aukaherbergi svo sonur minn gæti verið í skólanum,“ segir Valgerður.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí