Eru langreyðar í útrýmingarhættu?

Svandís Svavarsdóttir bannaði veiðar á langreyðum í sumar vegna þess að veiðar á þeim standast ekki lög um velferð dýra. En eru langreyðir í útrýmingarhættu?

Í bókinni Villt íslensk spendýr eru taldar fram sex skíðishvalategundir sem finnast reglulega hér við land: Steypireyðar, langreyðar, sandreyðar, hrefnur, hnúfubakar og Íslandssléttbakar. Af þeim eru fjórar tegundir taldar vera í útrýmingarhættu eða áhættu; steypireyðar, sandreyðar, langreyðar og Íslandssléttbakar. 

Taka skal fram að engin þessara tegunda er talin vera ‘í alvarlegri útrýmingarhættu’ (e. critically endangered) en útrýmingaráhættan táknar það að um það bil 20% líkur séu á því að þessar tegundir deyi út á næstu tuttugu árum ef ekkert er gert til að sporna gegn því.

Langreyðir hafa hins vegar nýlega færst niður um áhættuflokk

IUCN, sem gefur út þessar greiningar, færði langreyði niður um áhættuflokk 2018. Þeir voru áður í útrýmingarhættu en eru núna taldir vera einungis í áhættu. Vísindafólkið þakkar banni við hvalveiðum í Norður-Kyrrahafi og í suðurhveli þennan árangur ásamt minnkandi veiði í Norður-Atlantshafi.

Langreyðum fjölgar við Ísland

Talningar á langreyðum hófust árið 1987 og hefur þeim fjölgað hér alveg fram að síðustu talningu árið 2015. Hafrannsóknarstofnun hefur því talið óhætt að veiða langreyði við Íslandsstrendur. Vert er að hafa í huga að þó að fleiri langreyðir finnist við Íslandsstrendur þýðir það ekki endilega að okkur sé óhætt að veiða þá. Þeir gætu verið að koma hingað til að flýja erfiðari aðstæður annars staðar.

Fleiri atriðum þarf að huga að

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtakanna, bendir á að Hafrannsóknarstofnun hefur verið mjög hlynnt hvalveiðum síðastliðin 40 ár og jafnvel lengra en góðu hófi gegni. Bendir Árni t.d á það að Hafrannsóknarstofnun hafi haldið á floti marklausum kenningum um að fjölgun hvala muni minnka fiskstofna. 

Hann telur tölfræði Hafrannsóknarstofnunar undarlega, kvóti fyrir veiðar á langreyðum suðvestur, vestur og norðvestur af landinu er 161 dýr á ári. Jafnframt er kvóti fyrir 48 langreyðum á svæðinu suðaustur af Íslandi, á svæðinu milli Íslands og Grænlands. Þau dýr er þó ekki hægt að veiða því það tekur of langan tíma að flytja þau þaðan í Hvalfjörð þar sem dýrin eru verkuð. Það mega ekki líða meira en 24 klukkustundir frá því að dýrin eru drepin þar til þau eru verkuð svo það sé öruggt að borða kjöt úr þeim. Árni segir að hér sé eins og Hafrannsóknarstofnun vilji gera og mikið úr stærð stofnsins með því að blanda saman þeim dýrum sem eru vestur af landinu við þau sem eru suðaustur af landinu.

Ísland fylgir sínum eigin viðmiðum en ekki viðmiðum vísindamanna

Vísindanefnd Alþjóðahvalveiðiráðsins mælir með að miðað sé við að stofnstærð fari ekki niður fyrir 72% af upphaflegri stærð. Samkvæmt þeim viðmiðum mætti Ísland einungis veiða 46 dýr á ári en ekki 161 eins og Hafrannsóknarstofnun leyfir. Íslensk stjórnvöld og Hafrannsóknarstofnun ákváðu einhliða að miða við að stofninn fari ekki niður fyrir 60% af upphaflegri stærð sinni. Reiknilíkön hafa sýnt að 72% viðmiðið er mun öruggara en 60% viðmiðið.

Árni bendir á þá staðreynd að Norður-Atlantshaf er að súrna mjög hratt og hlýna mjög hratt. Það gæti orsakað þá aukningu sem við sjáum á langreyðum hér við land. Árni segir að allt lífríkið sé í hættu og segir að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið vörð um verndun hafsins svo sómi sé af. Hann bendir einnig á að veiðar á langreyðum skipti þjóðarbúið engu teljandi máli og varar við að veiðar á langreyðum gætu haft neikvæð áhrif á aðrar tegundir hvala sem eru í meiri áhættu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí