Eyðing regnskóga á viðkæmustu svæðum heims hefur rokið uppúr öllu valdi. Á síðasta ári var skógum eytt á svæði sem samsvarar landsvæði Sviss. Gerðist þetta þrátt fyrir loforð þjóðarleiðtoga um að binda endi á þessa þróun.
Er þetta samkvæmt nýbirtum tölum frá WRI (World Resources Institute) í samstarfi við háskólann í Maryland.
Eru regnskógarnir eyddir til þess að rýma land fyrir til dæmis nautgriparæktun, námuvinnslu og landbúnað. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að samfélög frumbyggja hafa verið neydd af sínum heimbyggðum – oft af fyrirtækjunum sem að þessu standa.
Eyðing skóga í þessum tilgangi er önnur stærsta orsök hækkandi koldvíoxíðs í andrúmsloftinu, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis. Þar fyrir utan er þetta ein helsta orsökin fyrir hruni í líffræðilegri fjölbreytni, en það er önnur þróun sem vísindamenn hafa miklar áhyggjur af, og er ekki síður alvarlegt vandamál en loftslagsbreytingar.
COP26
Á COP26 árið 2021 sammæltust helstu þjóðarleiðtogar heims að þeir ætluðu að taka höndum saman um að binda enda á þessa þróun. En þessar tölur gefa, eins og áður segir, til kynna að lítið sem ekkert hefur verið gert í þessum málum. Vandamálið heldur áfram að stóraukast