Eyðing regnskóga stóróx á síðasta ári þrátt fyrir loforð þjóðarleiðtoga

Eyðing regnskóga á viðkæmustu svæðum heims hefur rokið uppúr öllu valdi. Á síðasta ári var skógum eytt á svæði sem samsvarar landsvæði Sviss. Gerðist þetta þrátt fyrir loforð þjóðarleiðtoga um að binda endi á þessa þróun.

Er þetta samkvæmt nýbirtum tölum frá WRI (World Resources Institute) í samstarfi við háskólann í Maryland.

Eru regnskógarnir eyddir til þess að rýma land fyrir til dæmis nautgriparæktun, námuvinnslu og landbúnað. Afleiðingarnar eru meðal annars þær að samfélög frumbyggja hafa verið neydd af sínum heimbyggðum – oft af fyrirtækjunum sem að þessu standa.

Eyðing skóga í þessum tilgangi er önnur stærsta orsök hækkandi koldvíoxíðs í andrúmsloftinu, á eftir notkun jarðefnaeldsneytis. Þar fyrir utan er þetta ein helsta orsökin fyrir hruni í líffræðilegri fjölbreytni, en það er önnur þróun sem vísindamenn hafa miklar áhyggjur af, og er ekki síður alvarlegt vandamál en loftslagsbreytingar.

COP26

Á COP26 árið 2021 sammæltust helstu þjóðarleiðtogar heims að þeir ætluðu að taka höndum saman um að binda enda á þessa þróun. En þessar tölur gefa, eins og áður segir, til kynna að lítið sem ekkert hefur verið gert í þessum málum. Vandamálið heldur áfram að stóraukast

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí