Alríkiskosningadómstóll Brasilíu lögsækir Bolsonaro

Á morgun mun alríkiskosningadómstóll (TSE – Tribunal Superior Eleitoral) Brasilíu byrja réttarhöld yfir fyrrverandi forseta landsins, Jair Bolsonaro, fyrir valdníðslu. Ef hann er sakfelldur mun hann ekki geta boðið fram í nein embætti í átta ár. 

Lögsóknin beinist að herferð Bolsonaro gegn kosningakerfinu og ýmsum stofnunum sem varði í tvö ár upp að kosningum 2022. Hann hélt því ákaft fram að kosningakerfið væri spillt og að svindl yrði stundað til að tryggja mótframbjóðenda hans og núverandi forseta, Lula da Silva, kosningarnar. 

Saksóknararnir taka fram að fyrrverandi forsetinn kallaði til fundar erlenda erindreka 18. Júlí 2022, þar sem hann fór fram á það að þeir tækju undir með honum í gagnrýni sinni á kosningakerfið. Fundinum var streymt í ríkissjónvarpi landsins, að tilskipun fyrrverandi forsetans, þar sem hann reyndi að sannfæra erindrekana og þjóðina um það að embættismenn kosningakerfisins myndu svindla í gegnum kosningavélarnar. Þær vélar hafa verið notaðar í Brasilíu síðan 1996 og aldrei hafa komið upp alvarlegir gallar á því.

Bolsonaro sagður hafa hvatt til ofbeldis

Bolsonaro er sakaður um valdníðslu og að hafa misbeitt ríkismiðlinum. Nokkrum dögum áður en Lula tók við embætti fór Bolsonaro úr landi og til Flórída án þess að viðurkenna sigur Lula. Þaðan hvatti hann stuðningsfólk sitt til að berjast gegn löglega kjörnum forsetanum. Þann 8. janúar 2023 fóru þúsundir stuðningsmanna hans og gerðu árásir á helstu stofnanir Brasilíu. 

Bolsonaro á yfir höfði sér nokkrar málsóknir. Meðal annars fyrir það að draga úr réttmæti opinberra stofnana án sannana og fyrir það að hvetja til ofbeldis þann 8. janúar, nokkrum dögum eftir að Lula da Silva hafði tekið við sem forseti. 

Fólk fór út á götur degi eftir árásirnar, til varnar lýðræðis og gegn fasisma

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí