Hrun í Kauphöllinni

Nær öll skráð fyrirtæki sem eru skráð í Kauphöll Íslands hafa lækkað í dag. Nú í hádeginu var heildarveltan á markaðinum um 1,1 milljarðar. Viðskiptablaðið greinir frá þessu.

Eina fyrirtækið sem stendur í stað er fasteignafélagið Reginn. En fyrir utan það þá lækka flest öll fyrirtæki talsvert. Alvotech lækkar mest, eða um 7,84 prósent, í 155 milljón króna viðskiptum.

 Í nótt var greint frá því að lyfjaeftirlit Bandaríkjanna hafi hafnað Alvotech í annað sinn. Nánar má lesa um það hér.

Fjárfestingafélagið Skel hefur í dag lækkað um 3,33 prósent í 39 milljón króna viðskiptum. Sýn lækkar einnig talsvert, um 2,35 prósent í 141 milljón króna viðskiptum.

Íslandsbanki heldur áfram að lækka, þrátt fyrir að hafa hækkað lítillega í gær eftir að það var tilkynnt að Birna Einardóttir, fyrrverandi bankastjóri, myndi fjúka. Í dag hefur bankinn lækkað um 1,80 prósent í 55 milljón króna viðskiptum.

Ölgerðin lækkar einnig um 1,67 prósent í 130 milljón króna viðskiptum. Gengi Síldarvinnslunar lækkar einnig en þó minna en hjá hinum, það hefur lækkað um 0,44 prósent í 20 milljón króna viðskiptum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí