Hundruðir skógarelda geysa í Kanada

Kanada glímir nú við skógarelda á skala sem lýst er sem án fordæma. Reykurinn frá eldunum hefur lagst yfir margar stórborgir Norður-Ameríku, sem hefur gert það að verkum að loftmengunin hefur náð alvarlegum hæðum á svæðum sem ná alveg niður Vesturströnd Bandaríkjanna, ásamt hluta af svæðum Miðvesturríkjanna, ásamt Ohio, Indiana og Michigan. 

Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur tilskipað að allt mögulegt slökkviliðs starfsfólk sem mögulega getur verið kallað út verði kallað út til þess að aðstoða í baráttunni við ástandið. 

Reykurinn hefur ekki einungis áhrif á heilsu íbúa svæðanna, heldur hafa stórir flugvellir, líkt og LaGuardia í New York neyðst til að aflýsa eða seinka flugum. 

Samkvæmt veðurspám er ekkert regn væntanlegt á verstu svæðunum, sem er sérstaklega Quebec, þar sem 160 skógareldar geysa nú. Í Norður-Quebec og Vestur-Abtiti hafa 11.000 manns þurft að flýja heimili sín og 457.000 hektarar af landi hafa orðið eldinum að bráð – eithvað sem slær öll met.  

Ríkisstjóri Quebec segir að ástandið sé fordæmalaust, og að yfirvöld séu ekki einungis að vinna með Bandaríkjunum, heldur Frakklandi, Portúgal, Spáni, og Mexíkó til að reyna að fá eins mikið slökkviliðs starfsfólk og mögulegt er.

Skógareldar fara vaxandi

Skógareldar hafa farið vaxandi í Norður-Ameríku síðustu ár. Í Kaliforníu hafa skógareldar farið versnandi hvert ár undanfarið. Það er þó oftast um síð-sumar – fordæmalaust er að svo miklir og slæmir eldar séu á þessum tíma á þessum svæðum. 

Vísindamenn hafa lengi bent á að loftslagsbreytingar eigi stóran hlut að máli í þessum síversnandi umhverfis katastrófum.  Í dag birtist ný rannsókn vísindamanna sem kveður á um að heimurinn sé svo gott sem orðið of seinn til að bregðast við hörmungum hnattrænnar hlýnunnar.

Lesa má um hana hér:

Losun gróðurhúsalofftegunda í sögulegu hámarki samkvæmt nýrri rannsókn

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí