Þetta er fólkið sem blessaði lögbrot Íslandsbanka

Stjórn Íslandsbanka blessaði lögbrot bankans þrátt fyrir ábendingar fjármálaeftirlitsins og lagði til sektargreiðslu til að losna undan frekari málarekstri. Og féllst á að hvorki stjórnin sjálf, bankastjórinn né framkvæmdastjórn bankans öxluðu ábyrgð.

En hver er þessi stjórn?

Formaður stjórnar er Finnur Árnason, fyrrum forstjóri Haga en nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stjórnarmaður. Varaformaður er Guðrún Þorgeirsdóttir, framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá PayAnalytics ehf.

Auk þeirra sitja í stjórninni þau Anna Þórðardóttir fyrrum endurskoðandi og nú sjálfstætt starfandi stjórnarmaður, Ari Daníelsson sjálfstætt starfandi stjórnarmaður og fjárfestir, Frosti Ólafsson forstjóri Olís, dótturfélags Haga, Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála og Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech hf.

Eiga stjórnarmenn hlut í bankanum?

Ef við teljum maka með þá á Finnur hlutabréf í Íslandsbanka fyrir 23,8 m.kr., Ari fyrir 59,3 m.kr., Frosti fyrir 4,4 m.kr. og Tanya fyrir 526 þús. kr. Samanlagt er þetta 0,04% af hlutafé bankans.

Öll nema Anna og Tanya hafa farið í MBA-nám sem er einskonar pungapróf í hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar. Þar er því haldið að nemendum að fyrirtæki eigi aðeins að reka út frá þörf eigenda fyrir arð, að það sé leiðarljósið sem stjórn fyrirtækja beri að elta. Innan nýfrjálshyggjunnar er flest annað víkjandi. Ef hluthafinn græðir, þá er það sönnun þess að allt sé á réttri leið.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí