„Akkilesarhæll bankakerfisins hér heima er þessi: Afskriftir eru leynilegar. Þeir sem að stjórna bönkum geta lánað vinum sínum eins og þeim sýnist og afskrifað lánið þannig að það er ógerningur að komast að þessu,“ sagði Þorvaldur Gylfason prófessor í umræðum um Íslandsbankamálið við Rauða borðið.
„Ég veit þetta vegna þess að ég lét rannsaka þetta um árið að gefnu tilefni. Fremstu endurskoðendur landsins sögðu mér: Því miður, það er ekki hægt að ganga úr skugga um afskriftir því þær eru leynilegar. Og þá sjáið þið hvers vegna óheiðarlegt fólk sækist svona grimmt eftir því að eignast banka og hafa umráð yfir bönkum,“ sagði Þorvaldur.
Geta þá þau sem eiga banka í raun gefið peninga?
Já, svaraði Þorvaldur.
Sjá má uppmæli Þorvaldar hér:
Og umræðurnar í heild hér, en ásamt Þorvaldi tóku þátt í þeim Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóra Íslandsdeildar Transparency International og Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum:
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.