Keyptu stjórnendur sig frá frekari rannsókn með fé bankans?

Má skýra hina háu sekt sem stjórn og stjórnendur Íslandsbanka buðu fjármálaeftirlitinu með því að stjórnendur hafi viljað komast hjá frekari rannsókn sem gæti dregið fram persónulega sök þeirra sjálfra? Þetta var ein af þeim spurningum sem kastað var fram í líflegu spjalli við Rauða borðið þar sem Þorvaldur Gylfason prófessor, Atli Þór Fanndal framkvæmdastjóri Transparency International á Íslandi og Ásgeir Brynjar Torfason sérfræðingur í fjármálum ræddu Íslandsbankasöluna.

Það var líka bent á að vafi kynni að leika á réttmæti þess að fjármálaeftirlitið fellst á sáttina. Til þess að það sé heimilt samkvæmt lögum mega brotin ekki vera meiriháttar og ljóst að búið sé að girða fyrir þá vankanta sem sektað er fyrir. Sektin nú væri margföld á við það sem áður hefur tíðkast og bendir það til alvarleika brotanna.

Enginn þeirra taldi að þeir starfshættir sem skýrsla fjármálaeftirlitsins lýsir séu einstakir fyrir Íslandsbanka. Skýrslan er innsýn inn í íslenskt fjármálakerfi og hvernig staðið er að málum innan þess. Þeir voru sammála um að stjórn og yfirstjórn bankans bæri að víkja.

En þeir voru jafn sammála um að þetta mál næði miklu lengra en að yfirstjórn Íslandsbanka. Alþingi hefði falið Bjarna Benediktssyni að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka og hann bæri á endanum ábyrgðina, hann mótaði ferlið og hafði eftirlit með því. Rannsókn ríkisendurskoðunar sneri aðeins að bankasýslunni og rannsókn fjármálaeftirlitsins aðeins að Íslandsbanka. Það vantar rannsókn á fjármálaráðuneytinu og Bjarna sérstaklega.

Ásgeir Brynjar spurði hvernig stæði á því að bankasýslan væri nú komin í aðalhlutverk í málinu. Voru það ekki viðbrögð ríkisstjórnar við skýrslu ríkisendurskoðanda að leggja bankasýsluna niður? Nú er það hún sem á að gæta hagsmuna almennings gagnvart Íslandsbanka. Ásgeir sagði þetta eftir öðru í þessu máli, viðbrögð stjórnvalda væru illskiljanleg og stundum farsakennd.

Þorvaldur benti á að Íslandsbankasalan væri aðeins eitt dæmi af mörgum um sölu ríkiseigna. Lagt var upp með að öllu yrði haldið leyndu um söluna eins og raunin hefur verið með Lindarhvolsmálið, sölu á eignasafni Seðlabankans og fleirum slíkum málum þar sem verið er að höndla með eignir almennings. Leynd hvílir yfir þessu öllu og það var markmiðið varðandi Íslandsbankasöluna. Ríkisstjórnin neiddist til að opinbera kaupendalistans og þá varð almenningi ljóst hverslags spilling lá að baki og þrýsti á um rannsóknir. Almenningur hefur ekki fengið alvöru rannsókn, en þær sem gerðar hafa verið hafa stutt mál almennings. Og ættu að gefa tilefni til ítarlegri rannsóknar á bankasölunni og rannsóknar á fleiri málum, ekki síst þeim sem tengjast Bjarna Benediktssyni.

Atli benti á að almenningur sá í gegnum Íslandsbankasöluna löngu áður en sala var hafin og hafði rétt fyrir sér. Ábyrgðin sé fjármálaráðherra og ríkisstjórnarinnar. Hið eðlilega væri að Alþingi skipaði Rannsóknarnefnd. Hjá Bjarna Ben er lagaleg og pólitísk ábyrgð á sölunni, sagði Atli. Það sjá allir og þau sem tala með öðrum hætti eru að tala gegn betri vitund og spilla umræðunni.

Sjá má og heyra líflegt spjall þeirra félaga í spilaranum hér að neðan. Það kom fram í samtalinu að í umfjöllun fjölmiðla hingað til væru málsaðilar látnir skýra málið, yfirstjórn Íslandsbanka, bankasýslan, ríkisstjórnin. Spjallið við Rauða borðið er tilbreyting frá þeirri einhæfni, þar sátu menn sem hafa alla tíð gagnrýnt söluna á Íslandsbanka. Og sem rannsóknir hafa sýnt að höfðu rétt fyrir sér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí