Meirihluti landsmanna er á móti hvalveiðum
Rétt ríflega meirihluti landsmannan, eða um 51,3 prósent, eru andvígir hvalveiðum. Þetta kemur fram í nýrri könnun Maskínu. Þetta eru talsvert fleiri en árið 2019 en þá voru einungis 42 prósent á móti hvalveiðum.
Um 57 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisins eru á móti hvalveiðum en andstaða við hvalveiðar er einnig nokkuð há á landsbyggðinni, eða um 41 prósent. Árið 2019 voru einugis 27 prósent á landsbyggðinni sem sögðust á móti hvalveiðum.
Svo virðist sem það séu áhrif á ferðaþjónustuna sem hafa mest áhrif. Ríflega 60 prósent íbúa höfuðborgarsvæðisns og um 43 prósent íbúa á landsbyggðinni telja að hvalveiðar hafi neikvæð áhrif á ferðaþjónustu.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.
Þitt framlag skiptir máli.
Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward