Forkastanlegt að hvorki félagsþjónustan né sýslumaður hafi gripið inn í

Öryrkjabandalag Íslands hefur sent út tilkynningu þar sem það skorar á sýslumannsembættið á Suðurnesjum, ásamt sveitarfélagið Reykjanesbæ, að taka til endurskoðunar ákvörðun um að selja á nauðungaruppboði hús Jakub Polkowski, eða Kuba, ungs fatlaðs manns langt undir markaðsverði.

Sýslumaður, Ásdís Ármannsdóttir, ákvað að taka tilboði í hús hans á nauðungaruppboði. Var verðið uppá einn tuttugasta af markaðsvirði hússins. Kuba borgaði 44 milljónir út árið 2018, og er húsið í dag metið á 57 milljónir. Er um 155 fermetra hús að ræða.

Tilboðið sem sýslumaður samþykkti hljóðaði hinsvegar uppá 3 milljónir. Kom nauðungaruppboðið til eftir að maðurinn lenti í alvarlegum vanskilum. Sagðist maðurinn, í viðtali við RÚV, ekki hafa vitað að hann ætti að borga. Hann taldi sig hafa verið búinn að borga húsið og ætti það.

Útburði hans var frestað í gær, en hann verður þó í lok vikunnar.

Eins og segir í tilkynningu Öryrkjabandalagsins:

Það er forkastanlegt að hvorki félagsþjónusta sveitarfélagsins né sýslumannsembættið hafi gripið inn í áður en húsið var selt á nauðungaruppboði á einungis þrjár milljónir, eða um 5% af markaðsvirði hússins.

Í lögum um nauðungarsölu segir að telji sýslumaður tilboð sem koma til álita „svo lág að fari fjarri líklegu markaðsverði eignarinnar“ geti hann ákveðið að uppboðið verði haldið á ný. Það var ekki gert þrátt fyrir óeðlilega lágt söluverð.

ÖBÍ réttindasamtök skora því á bæði sýslumannsembættið og sveitarfélagið að taka málið til endurskoðunar og tryggja velferð mannsins og húsnæðisöryggi í hans eigin eign. Sömuleiðis er nauðsynlegt að farið sé yfir alla verkferla í málinu til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. ÖBÍ réttindasamtök hvetja jafnframt kaupandann til að hverfa frá kaupunum, nú þegar ljóst er hvernig í málinu liggur.

Myndin er úr frétt RÚV, af Ásdísi Ármannsdóttur, sýslumanni á Suðurnesjum, þegar hún kom úr húsi Kuba eftir að hafa selt það undan honum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí