Öryrkjabandalag Íslands kallar eftir leigubremsu á alla núgildandi húsaleigusamninga

Öryrkjabandalag Íslands kallar meðal annars eftir leigubremsu á alla núgildandi húsaleigusamninga íbúðarhúsnæðis til loka árs 2024 í umsögn sem bandalagið skrifar vegna frumvarps ríkisstjórnarinnar um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu. Bandalagið kallar einnig eftir því að óheimilt verði að hækka fjárhæð leigu íbúðarhúsnæðis oftar en á 12 mánaða fresti og verði þá að hámarki heimilt að hækka hana í hlutfalli við breytingu á vísitölu neysluverðs á tímabilinu.

Auk þessa kallar bandalagið eftir því að ríki og sveitafélög byggi 41 þúsund íbúðir á næstu 10 árum, svo hægt sé að mæta uppsafnaðri íbúðaþörf landsmanna. „Skortur á íbúðarhúsnæði og hátt verðlag er landlægt vandamál sem bitnar mest á tekjulægri hópum samfélagsins. Stjórnsýslan þarf að ganga ákveðin til verka, samstilla aðgerðir og tryggja sjálfbæra uppbyggingu á íbúðarhúsnæði til frambúðar,“ segir í umsögn bandalagsins.

Bandalagið leggur einnig til að ríkisstjórnin hefji strax vinnu við að endurskipuleggja form húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í eitt heildstætt stuðningskerfi á vegum ríkisins. „Í dag sér Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) um greiðslur húsnæðisbóta fyrir landið allt en hvert sveitarfélag setur sínar eigin reglur um greiðslur sérstaks húsnæðisstuðnings. Hefja þarf strax vinnu við endurskipulagningu á formi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings í eitt stuðningskerfi á vegum ríkisins. Slíkt er í samræmi við skýrslu starfshóps Innviðaráðaneytisins um húsnæðisstuðning frá 2022. Þjónustan þarf að fylgja einstaklingnum óháð búsetu. Því þarf ríkið að tryggja sveitarfélögum fjármagn til að sinna lögbundinni þjónustu en jafnframt tryggja að sveitarfélögin þjónusti fatlað fólk í samræmi við Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks,“ segir í umsögn samtakanna.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí