Rússland á svörtum lista Sameinuðu þjóðanna – ekki Ísrael

Sameinuðu þjóðirnar hafa sett Rússland á svarta listann sinn vegna dráps á börnum í Úkraínu. Sendiherra Palestínu gagnrýnir þó að Ísrael sé ekki sett á sama lista þrátt fyrir að vera sekt um hið nákvæmlega sama.

Rússland var sett á listann vegna þess að mörg hundruðir barna hafa látist eða slasast alvarlega í stríðinu í Úkraínu. Alþjóðlegar hjálpastofnanir hafa þó ítrekað kallað eftir því að Ísrael sé sett á sama lista. Samkvæmt árlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna um börn á stríðssvæðum voru 42 palestínsk börn drepin og 933 slösuðust alvarlega í árásum Ísrael í Palestínu á síðasta ári.

Á tímabilinu 2015-2022 hafa yfir 6.700 börn látist vegna árása Ísraela, samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna. Þrátt fyrir þetta þá hefur Ísrael aldrei verið sett á svarta listann.

Sendiherra Palestínu, Riyad Mansour, sagði ákvörðun aðalritara Sameinuðu þjóðanna Antonio Guterres um að setja Ísrael ekki á svarta listann vera stór mistök og gagnrýndi hana harðlega.

Mörg börn hafa látist í Úkraínu

Samkvæmt skýrslunni þá létust 477 börn í stríðinu í Úkraínu á síðasta ári. 136 af þeim létust beint vegna árása Rússa og hersveita þeim tengdum. Her Úkraínu ber beina ábyrgð á dauða 80 barna. Skýrslan gat ekki fullyrt með neinni vissu hvor aðilinn ber ábyrgð á dauða hinna 216 barnanna sem voru drepin. Börnin dóu að langmestu leyti vegna loftárása.

Skýrslan fordæmir einnig ofbeldi gagnvart börnum í Lýðveldinu Kongó, Sómalíu, Sýrlandi og Haítí.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí