Það má segja að veisla sem rússneska sendiráðið á Íslandi hélt í gær hafi verið hálfgert lokahóf. Á dögunum tilkynnti Þórdís Kolbrún Gylfadóttir utanríkisráðherra að íslensk stjórnvöld hyggðust leggja niður starfsemi íslenska sendiráðsins í Moskvu. Íslensk stjórnvöld ætlast jafnframt til þess að Rússar lágmarki starfsemi síns sendiráðs og að hér verði ekki lengur rússneskur sendiherra.
Í gær hélt rússneska sendiráðið á Íslandi upp á svokallaðan Rússlands-dag, þjóðhátíðardag Rússa. Sendiráðið greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni, á rússnesku. „Starfsfólk rússneska sendiráðsins óskar samstarfsfólki sínu og öðrum félögum sem er annt um þennan dag til hamingju með dag Rússlands! Við óskum ykkur öllum velfarnaðar, friðar, og velgengis! ,“ segir í þeirri færslu samkvæmt Google translate.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr veislunni en samkvæmt rússneska sendiráðinu mættu indverskir og kínverskir erindrekar, en einnig íslenskir kaupsýslumenn.
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.