Sveltistefna Íhaldsflokksins gerði afleiðingar Covid mun verri

Ný og harðorð skýrsla stærstu samtaka verkalýðsfélaga í Bretlandi (Trades Union Congress) sýnir svo ekki verður um villst hversu alvarlegar afleiðingar tíu ára niðurskurður breska íhaldsflokksins hafði fyrir getu heilbrigðiskerfisins til að takast á við Covid krísuna. Covid dró 226,989 manns til dauða í Bretland samkvæmt opinberum tölum. Samkvæmt skýrslunni, sem kynnt var í dag í samstarfi við baráttuhóp fjölskyldna sem fór illa útúr Covid, hefði krísan ekki þurft að vera svo mannskæð, ef ekki hefði verið fyrir þann mikla niðurskurð sem heilbrigðiskerfið þurfti að þola á áratugnum á undan – afleiðingar sem skýrslan lýsir sem tragískum.


Skýrslan dregur upp skýra mynd af því hvernig niðurskurðurinn hafði aðallega áhrif á fjórum sviðum: fjölda starfa hjá hinu opinbera, nauðsynleg tæki og tól sem heilbrigðisstarfsfólk þurfti, í velferðarkerfinu, ásamt öryggisráðstöfunum til verndar heilbrigðisstarfsfólks. Einnig er bent á hvernig hjúkrunarfræðingum fjölgaði um einungis 1% á tímabilinu 2010-2020, þrátt fyrir að þörfin hafi þrefaldast á sama tímabili. Til samanburðar er bent á tölur frá Efnahags- og framfarastofnuninni (OECD) sem sýna fram á að meðaltalið hjá 38 löndum þess er 10% fjölgun.


Skýrslan beinir einnig spjótum að launakjörum heilbrigðisstarfsfólks, en hjá meðalstarfsmanni breska heilbrigðiskerfisins (NHS) lækkaði raunvirði launa á tímabilinu um 3000 pund – sem hafði miklar og alvarlegar afleiðingar þegar kom að fjölgun starfsfólks. Í heild þá lækkuðu útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfins um 10%. Á sama tíma óx brottfall heilbrigðisstarfsfólks frá 22 prósentum árið 2012 uppí 31.8 prósent árið 2020 – og er það hlutfall mun hærra hjá þeim 24 prósenta starfsfólks sem ekki eru með fastan (e. zero-hour) starfssamning.


Það er þó ekki einungis heilbrigðiskerfið sem var veikt til muna á tímabilinu. Skýrslan ræðir einnig önnur svið samfélagsins, t.d. samgöngur, æðri menntun, húsnæðismál, umhverfismál, barnaumönnun, o.fl. sem einnig fóru illa útur niðurskurnarhnífnum. Niðurskurður í margs konar félagslegri aðstoð leiddi einnig til mikillar aukningar í fátækt, sem gerði þeim hópi mjög erfitt fyrir þegar kom að því að forðast vírusinn.


Skýrslan teiknar þannig upp mynd af mikilli veikingu undirstaðna samfélagsins á ólíkum sviðum sem hafði svo samhangandi áhrif, og gerði það að verkum að samfélagið var svona illa undir það búið að takast á við Covid. Kallar hún eftir því að þessar undirstöður verði byggðar upp að nýju, svo hægt verði að bregðast við framtíðarkrísum.


Niðurskurðar stjórnmálin

Í kjölfar fjármálakrísunnar haustið 2008 réðust flestar Evrópuþjóðir í miklan niðurskurð, í þeim tilgangi að stemma stigu við afleiðingum hennar. Bretland gekk einna lengst, og hefur verið mikið gagnrýnt af alþjóðastofnunum ásamt samtökum innanlands. En þessi niðurskurður á félagslega kerfinu hafði miklar

og alvarlegar afleiðingar – sem enn er verið að meta.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí