Vanskil leigjenda aukast um 42% á milli ára

Hlutfall heimila á leigumarkaði í vanskilum með húsaleigu jókst um fjörutíu og tvö prósent á milli áranna 2021 og 2022. Á sama tíma dróst hlutfall vanskila hjá lántakendum á húsnæðismarkaði saman um heil sextíu prósent. Gerist þetta á sama tíma og vextir fóru mjög hækkandi ásamt gríðarlegum verðhækkunum á húsnæðismarkaði.

Rímar þessi niðurstaða Hagstofunnar vel við athugun þeirra á íþyngjandi húsnæðisbyrði hjá leigjendum og eigendum á húsnæðismarkaði sem nær yfir fimmtán ára timbíl. Jókst hlutfall leigjenda með íþyngjandi húsnæðisbyrði úr fimmtán prósentum árið 2007 í heil tuttugu og sjö prósent við árslok 2021, sem er nærri því tvöföldun. En þessu sama tímabili lækkaði hinsvegar hlutfall eigenda (lántakenda) með íþyngjandi húsnæðisbyrðir um tuttugu prósent og er núverandi hlutfall vanskila á meðal þeirra þrefalt lægra en hjá leigjendum.

Það virðist því vera sem að hækkandi húsnæðisverð og aukinn fjármagnskostnaður skili sér fyrst og fremst í íþyngjandi húsnæðisbyrði hjá leigjendum. Hvað veldur er ekki víst, en í þessari frétt er farið betur yfir líklegar ástæður. Fjöldi leigjenda með íþyngjandi húsnæðisbyrði tvöfaldast

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí