Viðskiptablaðamenn réðust að Ásgeiri Brynjari fyrir að segja satt

„Enn og aftur leitaði fréttastofan til Ásgeirs Brynjars Torfasonar, doktors í fjármálum. Viðtalið vakti umtalsverða athygli enda afhúpaði doktorinn yfirgripsmikið þekkingarleysi á málinu. Hann gaf sér að sektirnar myndu sennilega vera afar háar og að hann kannaðist ekki við stuðst væri við sáttarferli við lausn mála sem fara inn á borð Fjármálaeftirlitsins,“ skrifaði Örn Arnarson blaðamaður í Viðskiptablaðið í janúar á þessu ári í tilefni þess að Ásgeir Brynjar sagði satt um alvarleika Íslandsbankamálsins í tíu fréttum Ríkissjónvarpsins. Pistill Arnar hér Út á þekju. Arnar hélt að Ásgeir Brynjar hefði verið út á þekju, en sagan hefur afhjúpað að Arnar og aðrir viðskiptablaðmenn voru og eru út á þekju í umfjöllun um fjármálakerfið.

Örn var ekki eini viðskiptablaðamaðurinn sem hneykslaðist á Ásgeiri Brynjari. Í Hlaðvarpsþættinum Þjóðmál komu saman í janúar, sem oftar, þeir Gísli Freyr Valdórsson og Stefán Einar Stefánsson viðskiptablaðamenn Moggans og Hörður Ægisson á Innherja á Vísi og ræddi viðskipti yfir kampavínsglösum. Þar áttu þeir varla orð yfir hneykslun sinni að ríkisfjölmiðillinn skyldi kalla á Ásgeir Brynjar til að útskýra viðskipti. Þeir voru allir sammála um að Ásgeir Brynjar hefði ofmetið alvarleika Íslandsbankamálsins. Einar Stefán sagði að Ásgeir Brynjar og Guðrún Johnsen, lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn, hefðu valdið skaða með neikvæðri umfjöllun sinni um íslenskt fjármálakerfi. Hörður sagðist halda að það hefði verið grín hjá Ríkissjónvarpinu að draga Ásgeir Brynjar fram sem álitsgjafa um bankamál. Og annað var eftir þessu. Yfirlætið lak af mönnunum. Það má hvetja fólk til að hlusta á rausið hér: Þegar fíflunum fjölgar – starfsmaður á plani í egótrippi.

Hörður skrifaði síðan vandlætingarpistil á Innherja sinn á Vísi, sem hann kallaði: RÚV aftur úti á þekju í bankasölumálinu. Þar stendur meðal annars: „Ásgeir Brynjar sagði jafnframt að tilkynning bankans til Kauphallarinnar benti til þess að fjármálaeftirlitið hefði gefið til kynna sektargreiðslur og þar hlyti að vera undir „alvarleg upphæð“. En þvert á spá doktorsins sýnir reynslan að sektargreiðslur eru oftast minni háttar í samhengi hlutanna. Á árunum 2007 til 2019 skiluðu 113 sáttargreiðslur ríkissjóði ekki nema 278 milljónum króna, auk þess sem heimild fjármálaeftirlitsins til sáttar nær ekki til brota sem teljast meiri háttar. Líklega verður sáttargreiðslan nokkrir tugir milljóna en hæsta stjórnvaldssekt sem fjármálaeftirlitið hefur lagt á fjármálafyrirtæki var 88 milljóna króna sekt á Arion banka árið 2020 fyrir að upplýsa ekki tímanlega um hópuppsagnir hjá bankanum.“

Og eins og aðrir viðskiptablaðamenn var Hörður með skilaboð til stjórnenda Ríkissjónvarpsins: „„Eflaust má réttlæta tilvist fréttastofu Ríkisútvarpsins þannig að mikilvægt sé að halda úti burðugri fréttastofu sem er ekki bundin markaðslögmálum. Slík fréttastofa ætti, að minnsta kosti á blaði, að hafa svigrúm til að kafa djúpt ofan í hin ýmsu mál og staðreyna fullyrðingar. En þegar ríkisfréttastofan gerist ítrekað sek um að birta gífuryrði og rangfærslur sem auðvelt er að hrekja (kannski vegna þess að ávallt er leitað til sömu viðmælenda) má sannarlega efast um það hvort skattpeningunum sé vel varið.“

Í morgun kom svo í ljós að sakleysislegt viðtal við Ásgeir Brynjar í tíufréttum Ríkissjónvarpsins átti eftir að afhjúpa svo til alla viðskiptablaðamenn landsins sem heimskulega gasprar sem tala digurbarkalega um það sem þeir hafa ekki hundsvit á. Fyrir þeim sem ekki vissu það fyrir.

Myndin sem fylgir greininni er af Ásgeiri Brynjari í viðtali í umræddum fréttatíma.

Hér má svo hlusta á Ásgeir Brynjar við Rauða borðið á Samstöðinni frá í kvöld að útskýra Íslandsbankamálið ásamt Þorvaldi Gylfasyni prófessor og Atla Þór Fanndal framkvæmdastjóra Transparency International á Íslandi:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí