Vilja hunsa nauðgun í tilskipun um ofbeldi gegn konum

Kynbundið ofbeldi 15. jún 2023

Evrópuráðið vill fjarlægja refsiákvæði um nauðgun úr drögum í tilskipun í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi, nauðgun og áreitni gegn konum, bæði á vinnumarkaði og á heimilum.

Samtök evrópskra verkalýðsfélaga, ETUC, fordæma ákvörðun sumra aðildarríkja sem reyna fela viðhorf sín með fölskum rökum að engin grundvöllur sé fyrir refsiákvæðinu; að refsilög landanna sjálfra vegna nauðgunar og ofbeldis gegn konum verði látið gilda.

Tillögur evrópuráðsins taka heldur ekki á öryggi kvenna á vinnustöðum með því að:

1. Taka út skilgreininguna á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum úr lögunum og breyta ávæðunum sem teljast til kynferðislegrar áreitni á vinnustað „þegar hún telst refsivert samkvæmt landslögum“.

2. Að gefa verkalýðsfélögum ekkert hlutverk í að koma í veg fyrir og taka á kynferðislegri áreitni á vinnustöðum og að viðurkenna ekki heimilisofbeldi né netofbeldi á vinnustað sem vandamál.

3. Afnema hlutverk heilbrigðis- og öryggisfulltrúa og áhættumats í forvörnum gegn ofbeldi, sem var innifalið í upphaflegri tillögu framkvæmdastjórnarinnar.

Isabelle Schömann, aðstoðarframkvæmdastjóri ETUC, sagði vegna þessa: „Viðleitni ráðsins til að fjarlægja refsiákvæði nauðgunar úr tilskipun um að koma í veg fyrir ofbeldi gegn konum eru átakanleg og senda algerlega röng skilaboð. Sum aðildarríkin eru að reyna að fela sig á bak við að lögin séu löndum þeirra of flókin og úrvinnsla erfið, en raunveruleikinn er einfaldlega sá að slík framganga fulltrúa þessara ríkja er bara þægileg afsökun fyrir skort á pólitískum vilja til að hafna ofbeldi gegn konum. Og það er einfaldlega skammarlegt.

Á sama tíma og allt að tveir þriðju hlutar kvenna á vinnumarkaði verða fyrir ofbeldi og kynferðislegri áreitni á vinnustöðum er ákvörðun um að afnema allar ráðstafanir til að gera störf kvenna öruggari á vinnumarkaði algjörlega ábyrgðarlaus. Þessi tillaga sem unnið er nú gegn af sumum aðildarlöndum er hins vegar gott og framsækið tækifæri til að sameina reglur gegn hvers kyns ofbeldi gegn konum í metnaðarfulla tilskipun sem veitir konum hámarksvernd hvar sem þær starfa og lifa innan Evrópusambandsins.

Við skorum á fulltrúa Evrópuþingsins og framkvæmdastjórnarinnar að berjast hart í þessum þríhliða viðræðum fyrir því að tilskipunin verði að veruleika óbreytt til að tryggja öryggi kvenna á vinnumarkaði.“

Frétt af vef Sameykis.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí