Ferðamannafjöldinn slær öll fyrri met

Samkvæmt talningu Hagstofunnar voru gistinætur erlendra ferðamanna um 551 þúsund í maí, sem var aukning um 26% frá í fyrra. Þetta jafngildir því að 17.790 ferðamenn hafi sofið hér hverja nótt í maí að meðaltali. Miðað við árstíðasveifluna frá því fyrir cóvid má reikna með að á hverri nóttu hafi um 28 þúsund ferðamenn sofið hér í júní síðastliðnum og þeir verði tæplega 38 þúsund í þessum mánuði og slái upp undir 40 þúsund í ágúst.

Þetta er gríðarlegur fjöldi, jafngildir rúmum 10% íbúafjöldans. Landsmönnum fjölgaði um 13.550 á fyrsta ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra eða um 3,6%. Sem er fáheyrð fjölgun. Í maí síðastliðnum nam fjölgun gistinótta því að á hverjum tíma væri hér 3.660 fleiri ferðamenn en í sama mánuði í fyrra. Aukningin er því nálægt 17.200 manns, séu landsmenn og ferðamenn taldir saman, aukning um 4,4% frá í fyrra.

Þetta veldur miklu álagi á grunnkerfi samfélagsins. Mest er það álag tilkomið vegna útþennslu ferðaþjónustunnar, bæði vegna ferðamannanna sjálfra og þess fólks sem hingað flytur til að sinna þeim. Þrátt fyrir þetta álga greiðir ferðaþjónusta enga sérstaka skatta vegna þess. Hér er ekki gistináttagjald, komugjald né neitt til að afla tekna upp í álagið. Þvert á móti nýtur ferðaþjónustan skattfríðinda, er í lægra þrepi virðisaukaskattsins.

Hér má lesa fréttatilkynningu Hagstofunnar um fjölgun gistinótta:

Fjöldi gistinátta í maí sló öll fyrri met

Skráðar gistinætur í maí hafa aldrei verið fleiri, eða 684.600 sem er um 23% aukning frá fyrra ári (557.700) og 13% aukning frá fyrra metári 2018 (605.800). Mest munar þar um aukningu í fjölda íslenskra gistinátta (73%), en fjölgunin í erlendum gistinóttum frá maí 2018 er 4%.

Gistinætur erlendra ferðamanna í maí voru um 81% gistinátta, eða um 551.500, sem er 26% aukning frá fyrra ári (438.300). Gistinætur Íslendinga voru um 133.100 sem er 11% aukning frá fyrra ári (119.600). Gistinætur á hótelum og gistiheimilum voru um 530.000 og um 155.000 á öðrum tegundum skráðra gististaða (íbúðagisting, orlofshús, tjaldsvæði o.s.frv.). Áætlaður fjöldi erlendra gistinátta í heimagistingu utan hefðbundinnar gistináttaskráningar í maí var um 110.000.

Sjá nánar hér: Tilkynning Hagstofu

Myndin er frá Seljalandsfossi á föstudaginn síðasta, tekin af Hallfríði Þórarinsdóttur.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí