Hæddist að hugmyndinni um að Katrín yrði næsti framkvæmdastjóri Nató

Ben Wallace, varnarmálaráðherra Breta sem brátt mun láta af störfum, ræddi vilja sinn til að verða framkvæmdastjóri Nató á kvöldfundi í stofnun kenndri við Tony Blair í gærkvöldi. Þar sagði hann að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi ekki vilja styðja hann til starfsins og því hafi veið framlengt við Jens Stoltenberg, sem nú hefur verið framkvæmdastjóri lengur en nokkur annars.

Wallace gaf þær skýringar að Biden vildi að næsti framkvæmdastjóri hefði verið forseti eða forsætisráðherra síns lands og helst af öllu kona. Wallace uppfyllir hvorugt. Og hann sló þessari kröfu Biden upp í grín og sagði við fundargesti að á einum tímapunkti hafi hann sagt vð Biden að þeir yrðu kannski að fara venjast tilhugsuninni um að næsti framkvæmdastjóri kæmi frá Íslandi. Og hlógu fundargestir með Wallace, enda vissu flestir að Ísland hefur ekk einu sinn her hvað þá nokkra reynslu af hermálum. Þar á ofan verja Íslendingar hlutfallslega minnst allra Nató-landa til her- og varnarmála.

Wallace lýsti vandræðagangi Nató-ríkjanna við að finna einhvern til að leysa Stoltenberg af hólmi. Mikill vilji var til að arftakinn yrði kona en þá helst frá landi sem staðist hafði kröfur um að verja að lágmarki 2% af landsframleiðslu til hermála. Þá hafi böndin beinst að Kaju Kallas, forsætisráðherra Eistlands, en það féll ekki í góðan jarðveg hjá Þjóðverjum og örðum hægfarari löndum Nató, sem finnst Eystrasaltslöndin of áköf í stuðningi við Úkraínu og of viljug til að ögra Rússum.

Eftir að hafa lýst þessum vandræðagangi kastaði Wallace fram hugmyndinni um framkvæmdastjóra Nató frá Íslandi. Katrín Jakobsdóttir uppfyllir skilyrði Joe Biden en Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er líka tíður gestur á Nató-fundum, mætir sem utanríkisráðherra og svo aftur sem varnarmálaráðherra þar sem ekkert slíkt er til á Íslandi.

Áður en Ben Wallace bauð sína krafta fram hafði Joe Biden rætt við Mark Rutte, sem verið hefur forsætisráðherra Hollands, í þrettán ár en hefur ný lýst því yfir að hann sé að hætta í pólitík. Ríkisstjórn hans sprakk fyrr í sumar og Rutte boðaði til kosninga í lok nóvember og mun hætta að þeim loknum. En Rutte hafnaði Biden, sagðist ekki hafa áhuga á þessu starfi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí