Í nýrri rannsókn sem birt var í British Medical Journal kemur fram að helmingur nýrra lyfja sem bandaríska og evrópska lyfjaeftirlitið samþykktu á árunum 2011-20 bættu meðferð sjúklinga ekkert umfram eldri lyf sem voru í boði. Sjúklingar, hið opinbera og/eða tryggingarfélög greiddu því hærra verð fyrir nýju lyfin án þess að það bætti líðan sjúklinga eða batahorfur. Lyfjaeftirlitið hefur þannig tekið þátt í að auka veltu og hagnað lyfjafyrirtækja án þess að það bæti stöðu sjúklinga nokkuð.
Rannsóknin dró saman niðurstöður rannsókna á virkni og árangri 762 lyfja. Niðurstaðan var sú að af þeim komu um 40 ný lyf á markað árlega að meðaltali sem ekkert gagn gerðu umfram eldri lyf. Stærst hluti lyfjanna voru krabbameinslyf en næstu flokka voru lyf til að styrkja ónæmiskerfið og sýklalyf.
Rannsóknin er læknisfræðileg, skoða ekki hagræna þætti. Það kemur því ekki fram hversu mikið lyfjafyrirtæki hagnast á því að markaðssetja ný og dýrari lyf sem þó gagnast ekkert betur en eld og ódýrari lyf. Það er gríðarlegur efnahagslegu hvati að baki því að setja ný lyf á markað.
Hér má lesa greinina: Therapeutic value of first versus supplemental indications of drugs in US and Europe