Nýju herforingjar Níger sem rændu völdum þar í vikunni hafa varað við því að ríki Efnahagsbandalags Vestur-Afríkuríku gætu gert innrás í Níger. Leiðtogar bandalagsins hafa gefið út kröfu um að herforingjarnir komi stjórnarskrá landsins aftur í gildi.
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja hélt fund í dag þar sem þau ræða um viðbrögð við valdaráni herforingjanna í Níger, sem áður voru verðir forsetans. Forsetinn Mogamed Bazoum, sem er í haldi herforingjanna, hefur sagt á Twitter að „lýðræðið muni sigra í Níger“. Afríkubandalagið hefur einnig fordæmt valdaránið. Vert er að taka fram að forsetinn er studdur af Bandaríkjunum og Frakklandi en Frakkland fær svo til allt sitt úraníum frá Níger. Frakkland fær 68% af orku sinni úr kjarnorkuverum sem eru að mestu leyti knúin af úraníumi fengið mjög ódýrt frá Níger.
Frökkum var gert að yfirgefa Malí í fyrra eftir valdarán þar og varð þá Níger að aðal bækistöð Frakka á svæðinu. Tortryggni gagnvart Frökkum hefur verið að stigmagnast í allri Vestur-Afríku á sama tíma og hryðjuverkahópar ógna öryggi landanna.
Stuðningsfólk valdaránsins með rússneska fána
Það hefur vakið athygli að stuðningsfólk valdaránsins hefur sést með rússneska fána. Þau mótmæla Frökkunum en segja að Níger og Rússland séu vinir. Wagner-herdeildin og rússnesk áhrif gætu verið hér að baki en Pútín sagði á ráðstefnu með afrískum þjóðarhöfðingjum að Rússland „styðji baráttu Afríku gegn síðnýlendustefnunni“.
Gæti komið til stríðs
Mikið upplausnarástand er í Nígeríu og víðar á svæðinu en öfgahópar hafa þar eflst, Al Qaeda, Boko-Haram, ISIS og fleiri hópar eru mjög virkir víðs vegar um Vestur-Afríku. Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja (skammstafað ECOWAS á ensku) er að funda í dag um hvað skal gera varðandi Níger. Herforingjarnir í Níger sögðu að tilgangur fundarins væri að samþykkja innrás í Níger með stuðning vesturlandanna. Ríkin sem eru í Efnahagsbandalaginu eru frekar hliðholl vestrænum ríkjum á meðan ríki eins og Mali, Búrkínó Fasó og núna Níger þar sem valdarán hafa átt sér stað á síðustu árum virðast leita meira til Rússa. Allt voru þetta nýlendur Frakka sem hafa öðlast sjálfstæði en verið arðrænd og kúguð áfram af Frökkum síðan. Frönsk fyrirtæki hafa átt helstu innviði og auðlindir landanna og þjóðirnar sjálfar hafa fengið lítið í sinn hlut. Þjóðirnar hafa flestar verið með gjaldmiðil sem Frakkarnir sjálfir prenta.