Pútín lofar Afríku korni og styður sameiginlega baráttu gegn síðnýlendustefnu á leiðtogafundi Afríku og Rússlands í Sankti Pétursborg í gær.
Forseti Rússlands segir að landið hans og afrísku þjóðarleiðtogarnir sem eru á leiðtogafundinum hafa samþykkt að styðja við fjölpóla heimsskipan og að berjast gegn síðnýlendustefnum. Pútín hefur tilkynnt um afskriftir ýmissa skulda Afríkuríkjanna sem eru á fundinum.
„Athygli Rússlands á Afríku er stöðugt að aukast.“ sagði Pútín í gær við lok leiðtogafundarins. Fundurinn hefur verið álitinn sem próf um það hversu mikinn stuðning Rússland hefur í Afríku þrátt fyrir innrás þeirra í Úkraínu.
Á fimmtudaginn tilkynnti Pútín um gjöf á korni til sex Afríkuþjóða og lofaði þeim að Rússland væri að beita sér til að koma í veg fyrir matarkrísu í heiminum. Vika er liðin síðan Rússland dró sig úr samkomulagi sem gerði Úkraínu, sem er einn stærsti framleiðandi korns í heiminum, kleift að flytja kornið sitt um Svartahaf.
Rússneski leiðtoginn talaði einnig um sameiginlega baráttu gegn síðnýlendustefnu, viðskiptaþvingunum og tilraunir til að „grafa undan hefðbundnum gildum“.
Fulltrúar frá 49 löndum, þar á meðal 17 þjóðarleiðtogar, komu á fundinn í Pétursborg.
Þátttakendurnir skrifuðu undir ályktun sem kallar eftir „stofnun réttlátara, sanngjarnara og öruggrar fjölpóla heimsskipan sem stendur gegn öllum tegundum af alþjóðlegum ágreiningi á heimsálfu Afríku.“